Eyþór Arnalds snýr aftur í Tappa tíkarrass Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 1. desember 2016 12:00 Eyþór Arnalds rekur nú hvalaskoðunarfyrirtækið Special Tours við gömlu höfnina í Reykjavík. Fyrritækið bíður upp á hvalaskoðunar-, lunda-, norðurljósa-, hvata- og skólaferðir auk kvöldverðasiglinga. Langt er síðan hann steig á svið með Tappa Tíkarass. Vísir/Ernir Í kvöld fara fram fullveldispönktónleikar á Hard Rock. Þar stígur á svið Tappi tíkarrass sem spilaði síðast í Safarí árið 1985. Eyþór Arnalds, upprunalegi söngvari hljómsveitarinnar, mun þenja raddböndin. „Æfingar hafa gengið vonum framar. Við hittumst á þriðjudag og mundum allt og þetta lofar góðu. Vonandi munum við allt þegar við stöndum á sviðinu,“ segir Eyþór Arnalds en hann mun stíga á svið með Tappa tíkarrass í kvöld á fullveldispönktónleikum sem fram fara á Hard Rock.Skjáskot úr myndinni Rokk í Reykjavík þar sem hljómsveitin spilaði tvö lög, Hroll og Dúkkulísur.Tappa tíkarrass er óþarfi að kynna, en í þeirri hljómsveit sleit sem Björk unglingsskónum með og sló í gegn í Rokki í Reykjavík. Björk verður reyndar ekki með að þessu sinni og því mun upprunalegur söngvari Tappans, Eyþór Arnalds, sjá um söng og önnur tilþrif. Þetta verða fyrstu tónleikar Tappa tíkarrass síðan hljómsveitin spilaði síðast í Safarí 1985. „Ég var söngvari á undan Björk og síðar með henni. Við vorum saman í Rokki í Reykjavík en ég hætti í hljómsveitinni þegar ég fór að læra á selló,“ segir Eyþór. „Það má kalla þetta endurkomu mína í pönkið en hljómsveitin er svo forn að hún spilaði síðast árið 1985. Síðan hefur hún legið í dvala. En mér þykir vænt um þessa hljómsveit, þetta voru og eru miklir vinir mínir og pönkið á Íslandi var mjög fallegt.“ Upphaflega áttu Taugadeildin og Q4U að spila á tónleikunum en vegna hjartaþræðingar Árna Daníels Júlíussonar duttu þær út. Í staðinn telja Suð og Tappi tíkarrass í myljandi pönk. Suð er rokktríó sem sendi frá sér sína aðra plötu á dögunum – Meira suð. Eyþór syngur með Björk. Skjáskot úr Rokk í Reykjavík frá árinu 1985.Fræbbblarnir byrja kvöldið og Jonee Jonee endar það, en bandið kom síðast fram árið 1982. „Pönkið á Íslandi var öðruvísi en pönkið í Bretlandi því það var svo mikil gleði í kringum þetta hér. Pönkið í Bretlandi var svolítið eins og stéttabarátta en á Íslandi var það ákall um frelsi. Við vorum að uppgötva að heimurinn væri fullur af möguleikum,“ segir Eyþór. Síðustu ár hefur hann meira verið þekktur fyrir að vera athafnamaður og pólitíkus en ekki syngjandi á sviði. Hann er stjórnarformaður í hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours sem á og rekur fjóra báta. „Það er mjög skemmtileg útgerð og jákvæður andi svífur yfir enda er ég með gott starfsfólk,“ segir hann kátur. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í kvöld fara fram fullveldispönktónleikar á Hard Rock. Þar stígur á svið Tappi tíkarrass sem spilaði síðast í Safarí árið 1985. Eyþór Arnalds, upprunalegi söngvari hljómsveitarinnar, mun þenja raddböndin. „Æfingar hafa gengið vonum framar. Við hittumst á þriðjudag og mundum allt og þetta lofar góðu. Vonandi munum við allt þegar við stöndum á sviðinu,“ segir Eyþór Arnalds en hann mun stíga á svið með Tappa tíkarrass í kvöld á fullveldispönktónleikum sem fram fara á Hard Rock.Skjáskot úr myndinni Rokk í Reykjavík þar sem hljómsveitin spilaði tvö lög, Hroll og Dúkkulísur.Tappa tíkarrass er óþarfi að kynna, en í þeirri hljómsveit sleit sem Björk unglingsskónum með og sló í gegn í Rokki í Reykjavík. Björk verður reyndar ekki með að þessu sinni og því mun upprunalegur söngvari Tappans, Eyþór Arnalds, sjá um söng og önnur tilþrif. Þetta verða fyrstu tónleikar Tappa tíkarrass síðan hljómsveitin spilaði síðast í Safarí 1985. „Ég var söngvari á undan Björk og síðar með henni. Við vorum saman í Rokki í Reykjavík en ég hætti í hljómsveitinni þegar ég fór að læra á selló,“ segir Eyþór. „Það má kalla þetta endurkomu mína í pönkið en hljómsveitin er svo forn að hún spilaði síðast árið 1985. Síðan hefur hún legið í dvala. En mér þykir vænt um þessa hljómsveit, þetta voru og eru miklir vinir mínir og pönkið á Íslandi var mjög fallegt.“ Upphaflega áttu Taugadeildin og Q4U að spila á tónleikunum en vegna hjartaþræðingar Árna Daníels Júlíussonar duttu þær út. Í staðinn telja Suð og Tappi tíkarrass í myljandi pönk. Suð er rokktríó sem sendi frá sér sína aðra plötu á dögunum – Meira suð. Eyþór syngur með Björk. Skjáskot úr Rokk í Reykjavík frá árinu 1985.Fræbbblarnir byrja kvöldið og Jonee Jonee endar það, en bandið kom síðast fram árið 1982. „Pönkið á Íslandi var öðruvísi en pönkið í Bretlandi því það var svo mikil gleði í kringum þetta hér. Pönkið í Bretlandi var svolítið eins og stéttabarátta en á Íslandi var það ákall um frelsi. Við vorum að uppgötva að heimurinn væri fullur af möguleikum,“ segir Eyþór. Síðustu ár hefur hann meira verið þekktur fyrir að vera athafnamaður og pólitíkus en ekki syngjandi á sviði. Hann er stjórnarformaður í hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours sem á og rekur fjóra báta. „Það er mjög skemmtileg útgerð og jákvæður andi svífur yfir enda er ég með gott starfsfólk,“ segir hann kátur.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp