Bleikir tyggjópakkar veittu innblástur Guðný Hrönn skrifar 19. desember 2016 16:15 Plötuumslagið utan um plötuna Bubblegum Bitch var unnið af ljósmyndaranum Jiri Hroník, grafíska hönnuðinum Jaromír Hárovník og skúlptúrlistamanninum Vojtéch Nerad. Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com. Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna. „Mér líður eins og ég hafi verið að útskrifast úr menntaskóla,“ segir Alvia og hlær aðspurð hvaða þýðingu Kraumsverðlaunin hafi fyrir hana. „Nema í staðinn fyrir að fara í menntaskóla þá fór ég mína leið og fylgdi draumnum sem var að gefa út plötu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég lærði mikið af því. Þannig að já, að fá svona viðurkenningu, það er mjög nett.“Rapparinn Andrea eða Alvia Islandia er að gera góða hluti.Ljósmynd/Helga BlingAlvia var búin að sjá fyrir sér að gera plötuna í þrjú ár. „Já, og ég skrifaði textana á sex mánuðum. Platan var svo tekin upp á þremur dögum uppi í Shades Studio með Hermanni Bridde og hann mixaði síðan plötuna,“ segir Alvia sem er ein af fáum stelpum í rappsenunni á Íslandi. „Það er æðislegt, ég elska að vera stelpa!“ Það sem veitti Alviu innblástur við gerð plötunnar voru bleikir tyggjópakkar, sleikjóar, draumar, tilfinningar og eilífðin að hennar sögn. Hún lýsir plötunni sem „slow trap“-plötu með djúpum bassa sem virkar vel í bílinn og partíið. Alvia er spennt fyrir framhaldinu. „Það er að koma nýtt ár og 2017 verður yndislegt! Það eru fullt af tónleikum framundan og mig langar rosalega að fara hringinn um landið og spila úti á landi. Svo er nóg af nýrri músík og myndböndum á leiðinni og meira skemmtilegt frá mér og GumGumClan,“ segir Alvia og mælir með að áhugasamir fylgist með framhaldinu á vefnum gumgumclan.com.
Tónlist Tengdar fréttir Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016 Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. 15. desember 2016 18:00