Það styttist í næsta veiðisumar en aðeins eru rétt rúmlega þrír mánuðir þangað til veiðimenn byrja að þenja veiðistangirnar á ný.
Það er mikið að gera hjá veiðileyfasölum þessa dagana enda eru veiðimenn þegar farnir að bóka daga fyrir komandi sumar. Umsóknarferlið hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fer að fara í gang og söluskráin að detta í dreifingu til félagsmanna. Nokkrar breytingar verða á framboði hjá félaginu en Leirvogsá verður ekki í sölu á næsta ári. Staðartorfa, sem hingað til hefur verið selt sér sem tveggja stanga svæði tilheyrir nú Laxárdal en ekki verður fjölgað stöngum á veiðisvæðin og munu því fleiri svæði verða hvíld. Svæðið ofan Kattarfoss í Hítárá verður selt sér, 2 stangir saman á stökum dögum frá 7. – 18. september frá morgni til kvölds.
Ásamt þessu eru eftirtalin atriði meðal þeirra sem einhver breyting verður á eins og sést í tilkynningu frá félaginu.
Stjórn SVFR hefur ákveðið að breyta kvóta í sumum ám fyrir árið 2017 og breytingarnar eru þessar:
Hítará – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt.
Gljúfurá – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt.
Sogið – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt og maðkur verður bannaður.
Andakílsá – Kvóti verður 2 laxar á stöng á vakt
Laxárdalur – Öllum fiski skal sleppt en áfram verður leyft að hirða 2 urriða á vakt á stöng á Staðartorfu.
Eldvatnsbotnar – Öllum fiski skal sleppt aftur.
Öllum laxi yfir 70 cm skal skilyrðislaust sleppa aftur á öllum svæðum SVFR.
Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017
