Mozart á ólíkum æviskeiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:15 Camerarctica bregst ekki aðdáendum sínum heldur fyllir þá friði fyrir jólin með músík Mozarts í mildri birtu. „Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016 Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
„Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016
Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira