Valdís er við æfingar og keppni í Marokkó og lék annan hringinn í dag á 71 höggum eða einu höggi undir pari vallarins, en hún er í 21.-27. sæti eins og stendur.
Fyrstu 30 fá keppnisrétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu og sú næsta sterkasta á heimsvísu, en þeir sem lenda í sætum 31. - 60. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt.
Valdís lék á Samanah vellinum í dag. Leiknir eru fimm hringir, en þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt í úrtökumótinu.
Valdís bjargaði parinu á 18 með glæsilegu höggi úr glompu endaði 1m frá. -1 í dag og -1 í heildina eftir 36 holur. https://t.co/TCT61AiSbY
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 18, 2016