Komnar frá Amsterdam með tónlist í farteskinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:30 Helena Basilova og Guja Sandholt á æfingu í Fríkirkjunni. Þær ætla að koma þar fram annað kvöld. Vísir/GVA „Við erum ekki með alveg hefðbundið aðventuprógramm því þar er ekki einvörðungu íslensk og erlend jólatónlist heldur ætlum við að flytja líka hátíðlegan ljóðaflokk eftir Richard Wagner,“ segir Guja Sandholt mezzó-sópran spurð út í tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni annað kvöld, ásamt hinni hollensk/rússnesku Helenu Basilova píanista. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Guja segir ljóðaflokkinn þá tónlist sem oftast heyrist eftir Wagner fyrir utan óperurnar. „Þetta eru fimm mjög fræg ljóð með fallegu og heimspekilegu þema, það fyrsta er um engil og það síðasta um drauma. Þau eru öll skrifuð af Mathilde Wisenbock og tónsett af Wagner en þau tvö voru víst mjög náin en ekki gift. Reynir Axelsson er búinn að þýða ljóðin svo það verður ekkert mál að skilja þau.“ Guja og Helena eru báðar búsettar í Amsterdam í Hollandi og þar vinna þær stundum saman. Guja kveðst hafa búið í tíu ár ytra, þar af sex í Amsterdam en áður í Salzburg og London. Nú er hún sjálfstætt starfandi söngkona og hefur nóg að gera. „En ég er alltaf að horfa heim og langar að verða virkari hér, þessir tónleikar eru liður í því,“ segir hún. „Mér fannst líka stórkostlegt að fá Helenu til að koma hingað sérstaklega til að spila með mér. Hún hefur komið fram víða um heim á sínum ferli og er einn af athyglisverðustu píanistum sinnar kynslóðar í Hollandi. Hún verður bara í fjóra daga á Íslandi en ég ætla að dvelja fram yfir hátíðarnar.“ Tveir ungir söngvarar sem eru í námi í Listaháskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík ætla að koma fram með Guju að syngja með henni einn dúett hvor. Það eru Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Bæði eru þau í sönghópnum Fjárlaganefnd sem hefur vakið athygli að undanförnu. „Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Guja. „Mér finnst æðislegt að fá að syngja hér heima. Við ætlum að lýsa upp kirkjuna með kertaljósum og skapa hátíðlega stemningu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016 Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við erum ekki með alveg hefðbundið aðventuprógramm því þar er ekki einvörðungu íslensk og erlend jólatónlist heldur ætlum við að flytja líka hátíðlegan ljóðaflokk eftir Richard Wagner,“ segir Guja Sandholt mezzó-sópran spurð út í tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni annað kvöld, ásamt hinni hollensk/rússnesku Helenu Basilova píanista. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Guja segir ljóðaflokkinn þá tónlist sem oftast heyrist eftir Wagner fyrir utan óperurnar. „Þetta eru fimm mjög fræg ljóð með fallegu og heimspekilegu þema, það fyrsta er um engil og það síðasta um drauma. Þau eru öll skrifuð af Mathilde Wisenbock og tónsett af Wagner en þau tvö voru víst mjög náin en ekki gift. Reynir Axelsson er búinn að þýða ljóðin svo það verður ekkert mál að skilja þau.“ Guja og Helena eru báðar búsettar í Amsterdam í Hollandi og þar vinna þær stundum saman. Guja kveðst hafa búið í tíu ár ytra, þar af sex í Amsterdam en áður í Salzburg og London. Nú er hún sjálfstætt starfandi söngkona og hefur nóg að gera. „En ég er alltaf að horfa heim og langar að verða virkari hér, þessir tónleikar eru liður í því,“ segir hún. „Mér fannst líka stórkostlegt að fá Helenu til að koma hingað sérstaklega til að spila með mér. Hún hefur komið fram víða um heim á sínum ferli og er einn af athyglisverðustu píanistum sinnar kynslóðar í Hollandi. Hún verður bara í fjóra daga á Íslandi en ég ætla að dvelja fram yfir hátíðarnar.“ Tveir ungir söngvarar sem eru í námi í Listaháskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík ætla að koma fram með Guju að syngja með henni einn dúett hvor. Það eru Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Bæði eru þau í sönghópnum Fjárlaganefnd sem hefur vakið athygli að undanförnu. „Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Guja. „Mér finnst æðislegt að fá að syngja hér heima. Við ætlum að lýsa upp kirkjuna með kertaljósum og skapa hátíðlega stemningu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp