Ógn við lýðræðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2016 07:00 Reynslan hefur kennt okkur að lýðræði er besta stjórnarfyrirkomulagið sem við höfum í samfélaginu. Lýðræðið virkar hins vegar ekki sem skyldi ef borgararnir geta ekki tileinkað sér upplýsingar úr umhverfi sínu, túlkað þær og tekið ákvarðanir á grundvelli þeirra. Enda er það grunnforsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Staða íslenskra nemenda hefur nú aldrei verið lakari á öllum þremur sviðum PISA-könnunar OECD. Könnunin mælir meðal annars lesskilning en PISA skilgreinir lesskilning sem það að „skilja texta, nýta þá, ígrunda og tengjast þeim með það í huga að ná settum markmiðum, þróa þekkingu sína og möguleika og taka virkan þátt í samfélaginu.“ Nú eiga 22 prósent íslenskra nemenda erfitt með að lesa sér til gagns en það er undir meðaltali OECD. Hlutfallið var 15 prósent um síðustu aldamót. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra komst nálægt kjarna þessa máls í viðtali á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. „Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Börn öðlast lesskilning með æfingu. Þess vegna er ekki við skólana og kennarana að sakast. Það er á ábyrgð foreldra að börn æfi sig í lestri utan veggja skólastofunnar. Það þarf líka að hafa hugfast að íslensk ungmenni verja drjúgum tíma við notkun tækja sem skilja ekki íslensku. Ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir við verndun íslenskrar tungu er að tryggja að hún þrífist í lífi nútímamannsins. Það þýðir að hún sé til staðar í viðmóti samfélagsmiðla, snjalltækja og leikjatölva. Þökk sé vinnu íslenskra sérfræðinga hjá Google skilur Google-leitarvélin mælt íslenskt mál. Mikið verk er hins vegar óunnið og Google er bara einn af mörgum leikendum á þessu örlagasviði íslenskrar tungu sem tækni nútímans er. Á fjárlögum þessa árs var 30 milljónum króna varið til Máltæknisjóðs sem styður við verkefni í því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni. Þetta er jákvætt skref en fjárveitingin er dropi í hafið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gerði íslenskuna að umtalsefni í ávarpi sínu á Austurvelli í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna 19. júní á síðasta ári. Vigdís minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt,“ sagði Vigdís. Þetta eru orð að sönnu. Það er mikilvægt að þær kynslóðir sem nú eru að vaxa úr grasi og ófædd börn framtíðarinnar tileinki sér þann lærdóm að eitt dýrmætasta vopn þeirra er sterkt vald á tungumálinu. Varðveiting þess er sameiginlegt verkefni okkar allra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Reynslan hefur kennt okkur að lýðræði er besta stjórnarfyrirkomulagið sem við höfum í samfélaginu. Lýðræðið virkar hins vegar ekki sem skyldi ef borgararnir geta ekki tileinkað sér upplýsingar úr umhverfi sínu, túlkað þær og tekið ákvarðanir á grundvelli þeirra. Enda er það grunnforsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Staða íslenskra nemenda hefur nú aldrei verið lakari á öllum þremur sviðum PISA-könnunar OECD. Könnunin mælir meðal annars lesskilning en PISA skilgreinir lesskilning sem það að „skilja texta, nýta þá, ígrunda og tengjast þeim með það í huga að ná settum markmiðum, þróa þekkingu sína og möguleika og taka virkan þátt í samfélaginu.“ Nú eiga 22 prósent íslenskra nemenda erfitt með að lesa sér til gagns en það er undir meðaltali OECD. Hlutfallið var 15 prósent um síðustu aldamót. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra komst nálægt kjarna þessa máls í viðtali á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. „Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Börn öðlast lesskilning með æfingu. Þess vegna er ekki við skólana og kennarana að sakast. Það er á ábyrgð foreldra að börn æfi sig í lestri utan veggja skólastofunnar. Það þarf líka að hafa hugfast að íslensk ungmenni verja drjúgum tíma við notkun tækja sem skilja ekki íslensku. Ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir við verndun íslenskrar tungu er að tryggja að hún þrífist í lífi nútímamannsins. Það þýðir að hún sé til staðar í viðmóti samfélagsmiðla, snjalltækja og leikjatölva. Þökk sé vinnu íslenskra sérfræðinga hjá Google skilur Google-leitarvélin mælt íslenskt mál. Mikið verk er hins vegar óunnið og Google er bara einn af mörgum leikendum á þessu örlagasviði íslenskrar tungu sem tækni nútímans er. Á fjárlögum þessa árs var 30 milljónum króna varið til Máltæknisjóðs sem styður við verkefni í því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni. Þetta er jákvætt skref en fjárveitingin er dropi í hafið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gerði íslenskuna að umtalsefni í ávarpi sínu á Austurvelli í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna 19. júní á síðasta ári. Vigdís minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt,“ sagði Vigdís. Þetta eru orð að sönnu. Það er mikilvægt að þær kynslóðir sem nú eru að vaxa úr grasi og ófædd börn framtíðarinnar tileinki sér þann lærdóm að eitt dýrmætasta vopn þeirra er sterkt vald á tungumálinu. Varðveiting þess er sameiginlegt verkefni okkar allra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun