The Grand Tour slær met í ólöglegu niðurhali Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 09:43 Ólöglegt niðurhal á þáttunum The Grand Tour er nú komið uppí 18,9 milljón skipti. Engri þáttaröð hefur verið hlaðið niður oftar ólöglega en hinni nýju þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með þremmenningunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Fyrra metið átti þáttaröð Game of Thrones og House of Cards þar á eftir. Fyrsta þætti The Grand Tour var ólöglega hlaðið niður af 7,9 milljón manns, öðrum þætti 6,4 milljón sinnum og þriðja þætti 4,6 milljón sinnum. Samtals eru þetta 18,9 milljón niðurhöl. En hvað skildi þetta ólöglega niðurhal kosta Amazon Prime, sem framleiðir þáttaröðina The Grand Tour? Amazon Prime hefur til dæmis tapað 450 milljónum króna eingöngu á ólöglegu niðurhali í Bretlandi af The Grand Tour, en þar í landi hafa 13,7% af öllu ólöglegu niðurhali á þáttaröðinni átt sér stað. Ef það er uppreiknað í heildarniðurhalinu í öllum heiminum hefur það kostað Amazon Prime 3,5 milljarða króna og munar um minna til að standa undir dýrri framleiðslu á þáttunum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Engri þáttaröð hefur verið hlaðið niður oftar ólöglega en hinni nýju þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með þremmenningunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Fyrra metið átti þáttaröð Game of Thrones og House of Cards þar á eftir. Fyrsta þætti The Grand Tour var ólöglega hlaðið niður af 7,9 milljón manns, öðrum þætti 6,4 milljón sinnum og þriðja þætti 4,6 milljón sinnum. Samtals eru þetta 18,9 milljón niðurhöl. En hvað skildi þetta ólöglega niðurhal kosta Amazon Prime, sem framleiðir þáttaröðina The Grand Tour? Amazon Prime hefur til dæmis tapað 450 milljónum króna eingöngu á ólöglegu niðurhali í Bretlandi af The Grand Tour, en þar í landi hafa 13,7% af öllu ólöglegu niðurhali á þáttaröðinni átt sér stað. Ef það er uppreiknað í heildarniðurhalinu í öllum heiminum hefur það kostað Amazon Prime 3,5 milljarða króna og munar um minna til að standa undir dýrri framleiðslu á þáttunum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira