Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsóttir úr Leyni komst áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna. Hún hafnaði í tíunda sæti á fyrra stiginu sem kláraðist í dag.
Valdís Þóra spilaði fjórða og síðasta hringinn á úrtökumótinu í dag á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari vallarins. Hún lék hringina fjóra á samtals tólf höggum yfir pari og varð sem fyrr segir í tíunda sæti.
Um 30 kylfingar komust á lokastigið og komst Valdís Þóra því örugglega áfram en hún hefði þurft að spila á 23 höggum yfir pari til að missa af lokastiginu.
Lokaúrtökumótið fer fram í Marokkó eins og mótið sem Valdís Þóra var að klára en það hefst á laugardaginn.
Valdís Þóra komst á lokaúrtökumótið

Tengdar fréttir

Erfiður hringur hjá Valdísi Þóru en fuglinn á sautjándu holunni hjálpað mikið
Valdís Þóra Jónsdóttir á enn fína góða möguleika á því að komast í lokaúrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina.

Valdís Þóra upp um níu sæti
Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á öðrum degi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó.

Valdís Þóra byrjaði á skramba en er samt í 15. sæti
Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó.