Hallbera: EM stærsta ástæðan fyrir því að ég er að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2016 10:00 Hallbera Guðný Gísladóttir mun leika með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta tímabili. Hallbera hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö tímabil. Hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og bikarmeistari í sumar. Hallbera segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að fara aftur út í atvinnumennsku. „Nei, í rauninni ekki. Það var ekki erfið ákvörðun að fara út en erfitt að yfirgefa Blikana, það er topp klúbbur. En þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig persónulega,“ sagði Hallbera í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skagakonan er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu sem tekur þátt á EM í Hollandi á næsta ári. En hafði þátttakan á EM eitthvað með ákvörðun Hallberu að gera? „Já, það er aðalástæðan fyrir því að ég er að gera þetta. Hérna heima er ég að vinna og í fullu námi líka þannig það gengur ekkert sérstaklega vel að ætla að æfa eins og afreksmaður í íþróttum. Með því að fara út þarf ég ekki að vinna lengur, nema bara í fótboltanum,“ sagði Hallbera sem gerði eins árs samning við Djurgården með möguleika á árs framlengingu. Hjá Djurgården hittir Hallbera fyrir liðsfélaga sinn hjá landsliðinu, markvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur. „Ég er búin að vera í miklu sambandi við Guggu og hún gefur þessum klúbbi topp meðmæli. Ég treysti henni,“ sagði Hallbera sem lék áður með Piteå í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hefur einnig leikið með ÍA, Val og Torres á Ítalíu. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hallbera til Djurgården Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en hún verður liðsfélagi markvarðarins Guðbjargar Gunnarsdóttur hjá Djurgården í Stokkhólmi. 11. desember 2016 10:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir mun leika með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta tímabili. Hallbera hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö tímabil. Hún varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og bikarmeistari í sumar. Hallbera segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að fara aftur út í atvinnumennsku. „Nei, í rauninni ekki. Það var ekki erfið ákvörðun að fara út en erfitt að yfirgefa Blikana, það er topp klúbbur. En þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig persónulega,“ sagði Hallbera í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skagakonan er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu sem tekur þátt á EM í Hollandi á næsta ári. En hafði þátttakan á EM eitthvað með ákvörðun Hallberu að gera? „Já, það er aðalástæðan fyrir því að ég er að gera þetta. Hérna heima er ég að vinna og í fullu námi líka þannig það gengur ekkert sérstaklega vel að ætla að æfa eins og afreksmaður í íþróttum. Með því að fara út þarf ég ekki að vinna lengur, nema bara í fótboltanum,“ sagði Hallbera sem gerði eins árs samning við Djurgården með möguleika á árs framlengingu. Hjá Djurgården hittir Hallbera fyrir liðsfélaga sinn hjá landsliðinu, markvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur. „Ég er búin að vera í miklu sambandi við Guggu og hún gefur þessum klúbbi topp meðmæli. Ég treysti henni,“ sagði Hallbera sem lék áður með Piteå í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hefur einnig leikið með ÍA, Val og Torres á Ítalíu.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hallbera til Djurgården Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en hún verður liðsfélagi markvarðarins Guðbjargar Gunnarsdóttur hjá Djurgården í Stokkhólmi. 11. desember 2016 10:15 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Hallbera til Djurgården Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en hún verður liðsfélagi markvarðarins Guðbjargar Gunnarsdóttur hjá Djurgården í Stokkhólmi. 11. desember 2016 10:15