Leiftursaga er gott orð Magnús Guðmundsson skrifar 10. desember 2016 11:00 Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur, segir að það hafi verið gaman að láta reyna á fjölbreytnina sem örsagan veitir. Fréttablaðið/Stefán „Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember. Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
„Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember.
Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira