Halldór Jóhann: Getum keppt um alla bikara sem eru í boði Smári Jökull Jónsson í Hertz-höllinni skrifar 28. desember 2016 22:15 Ásbjörn Friðriksson skoraði 5 mörk fyrir FH og stjórnaði sóknarleiknum af röggsemi. vísir/stefán Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var að sjálfsögðu ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sigurinn í Flugfélags Íslands bikarnum í handknattleik með stórsigri á Aftureldingu. "Þetta var töluvert auðveldara en ég átti von á. Varnarleikurinn hjá okkur í byrjun leiks skapaði þessa níu eða tíu marka forystu sem við héldum út leikinn. Þeir voru ekki góðir í dag og það gerði okkur auðvelt fyrir,“ sagði Halldór Jóhann þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. FH vann Hauka í undanúrslitunum í gær en Halldór sagði það ekki hafa verið erfitt að rífa sína menn af stað eftir strembinn leik í gær. „Nei alls ekki. Við settum þetta upp sem eitt verkefni, þessi deildarbikar er bara tveir dagar og við viljum virða þessa keppni. Úrslitaleikur er úrslitaleikur og það var Evrópusæti í boði og auðvitað bikar. Við vildum vinna þetta og ég held við höfum sýnt það með mikillli baráttu og öguðum leik.“ „Við vorum ekkert að fara fram úr okkur þrátt fyrir að ná þessari forystu. Það heppnaðist líka mikið þar sem þeir voru daprir á köflum og við nýttum okkur það,“ bætti Halldór við. FH lék feykivel í dag og er til alls líklegt í baráttunni eftir áramótin en nú tekur við langt hlé vegna Heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer í Frakklandi í janúar. „Þetta ætti að auka sjálfstraustið í liðinu og sýna það að við getum keppt um alla bikara sem eru í boði. Ég held að leikmenn viti það og við erum búnir að ræða það mikið í vetur að þegar við erum upp á okkar besta þá getum við gert ansi góða hluti.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var að sjálfsögðu ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sigurinn í Flugfélags Íslands bikarnum í handknattleik með stórsigri á Aftureldingu. "Þetta var töluvert auðveldara en ég átti von á. Varnarleikurinn hjá okkur í byrjun leiks skapaði þessa níu eða tíu marka forystu sem við héldum út leikinn. Þeir voru ekki góðir í dag og það gerði okkur auðvelt fyrir,“ sagði Halldór Jóhann þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. FH vann Hauka í undanúrslitunum í gær en Halldór sagði það ekki hafa verið erfitt að rífa sína menn af stað eftir strembinn leik í gær. „Nei alls ekki. Við settum þetta upp sem eitt verkefni, þessi deildarbikar er bara tveir dagar og við viljum virða þessa keppni. Úrslitaleikur er úrslitaleikur og það var Evrópusæti í boði og auðvitað bikar. Við vildum vinna þetta og ég held við höfum sýnt það með mikillli baráttu og öguðum leik.“ „Við vorum ekkert að fara fram úr okkur þrátt fyrir að ná þessari forystu. Það heppnaðist líka mikið þar sem þeir voru daprir á köflum og við nýttum okkur það,“ bætti Halldór við. FH lék feykivel í dag og er til alls líklegt í baráttunni eftir áramótin en nú tekur við langt hlé vegna Heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer í Frakklandi í janúar. „Þetta ætti að auka sjálfstraustið í liðinu og sýna það að við getum keppt um alla bikara sem eru í boði. Ég held að leikmenn viti það og við erum búnir að ræða það mikið í vetur að þegar við erum upp á okkar besta þá getum við gert ansi góða hluti.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira