Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 27. desember 2016 11:40 Á vefnum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hefur verið opnað fyrir umsóknir í félagsúthlutun til félagsmanna. Það er misjafnt hvaða svæði eru vinsæl á hverju ári en umsóknarþunginn er samt alltaf mestur í Elliðaárnar. Mikið er sótt í Hítará, Haukadalsá, Laxá í Mý, Andakílsá, Gljúfurá, Fáskrúð og auðvitað í flaggskip félagsins Langá á Mýrum. Umsóknarfresturinn er til 6. janúar 2017, það má einnig benda á að ef félagsmenn hyggjast ekki nýta sér úthlutuð veiðileyfi, þarf að tilkynna skrifstofu félagsins það fyrir 1. mars 2017. Hægt er að kynna sér úhlutunarreglur félagsins HÉR. Sótt er um leyfi heimasíðu félagsins. Forúthlutun til félagsmanna gekk vel og greinilegt að margir veiðimenn halda tryggð við sumar árnar ár eftir ár. Veiðimenn eru þegar farnir að telja niður dagana í að næsta veiðitímabil hefjist en það gerist 1. apríl 2017 og hefst þá vorveiði á sjóbirting ásamt því að nokkur vötn opna fyrir veiðimenn. Almennt er nokkur bjartsýni hjá sérfræðingum fyrir góðri laxgengd á komandi sumri og ástæður þessarar bjartsýni er hlýtt vor, gott ástand sjávar og auk þess bættist við nokkur fjöldi seiða sem tók aukaár í nokkrum ám og er það yfirleitt gott merki. Mest lesið Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Á vefnum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hefur verið opnað fyrir umsóknir í félagsúthlutun til félagsmanna. Það er misjafnt hvaða svæði eru vinsæl á hverju ári en umsóknarþunginn er samt alltaf mestur í Elliðaárnar. Mikið er sótt í Hítará, Haukadalsá, Laxá í Mý, Andakílsá, Gljúfurá, Fáskrúð og auðvitað í flaggskip félagsins Langá á Mýrum. Umsóknarfresturinn er til 6. janúar 2017, það má einnig benda á að ef félagsmenn hyggjast ekki nýta sér úthlutuð veiðileyfi, þarf að tilkynna skrifstofu félagsins það fyrir 1. mars 2017. Hægt er að kynna sér úhlutunarreglur félagsins HÉR. Sótt er um leyfi heimasíðu félagsins. Forúthlutun til félagsmanna gekk vel og greinilegt að margir veiðimenn halda tryggð við sumar árnar ár eftir ár. Veiðimenn eru þegar farnir að telja niður dagana í að næsta veiðitímabil hefjist en það gerist 1. apríl 2017 og hefst þá vorveiði á sjóbirting ásamt því að nokkur vötn opna fyrir veiðimenn. Almennt er nokkur bjartsýni hjá sérfræðingum fyrir góðri laxgengd á komandi sumri og ástæður þessarar bjartsýni er hlýtt vor, gott ástand sjávar og auk þess bættist við nokkur fjöldi seiða sem tók aukaár í nokkrum ám og er það yfirleitt gott merki.
Mest lesið Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði