Retro Stefson gáfu út plötu á jólanótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 15:30 Retro Stefson er að hætta. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp