Marengskökur að hætti Evu Laufeyjar: Uppskrift nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 19:01 Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran sýndi áhorfendum kvöldfrétta Stöðvar 2 hvernig á að baka dýrindis marengskökur með rjómakremi og bræddu Toblerone. Eva deilir hér uppskrift sinni, sem er að hennar sögn sáraeinföld.Marengsbotn:4 dl púðursykur4 eggjahvíturAðferð: Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvítur, um leið og það myndast froða þá bætið þið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Þeytið þar til marengsblandan er orðin stíf (það á að vera hægt að hvolfa skálinni án þess að blandan hreyfist). Setjið marengsblönduna á pappírsklædda ofnplötu, annaðhvort gerið þið tvo botna eða marga litla eins og ég sýni í myndbandinu. Bakið við 150°C í 40-45 mínútur.Rjómakrem:500 ml rjómi2 msk flórsykur1 tsk vanillusykur eða dropar100 g hakkað tobleroneJarðarber, magn eftir smekk150 g toblerone (brætt)Aðferð: Þeytið rjóma, bætið flórsykrinum, vanillu og hökkuðu toblerone út í og blandið varlega saman við rjómann. Setjið rjómakrem ofan á hverja marengsköku og skreytið með ferskum jarðarberjum. Bræðið toblerone yfir vatnsbaði og dreifið vel yfir kökurnar. Einfalt, fljótlegt og dásamlega gott! Eftirréttir Eva Laufey Marens Uppskriftir Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning
Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran sýndi áhorfendum kvöldfrétta Stöðvar 2 hvernig á að baka dýrindis marengskökur með rjómakremi og bræddu Toblerone. Eva deilir hér uppskrift sinni, sem er að hennar sögn sáraeinföld.Marengsbotn:4 dl púðursykur4 eggjahvíturAðferð: Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvítur, um leið og það myndast froða þá bætið þið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Þeytið þar til marengsblandan er orðin stíf (það á að vera hægt að hvolfa skálinni án þess að blandan hreyfist). Setjið marengsblönduna á pappírsklædda ofnplötu, annaðhvort gerið þið tvo botna eða marga litla eins og ég sýni í myndbandinu. Bakið við 150°C í 40-45 mínútur.Rjómakrem:500 ml rjómi2 msk flórsykur1 tsk vanillusykur eða dropar100 g hakkað tobleroneJarðarber, magn eftir smekk150 g toblerone (brætt)Aðferð: Þeytið rjóma, bætið flórsykrinum, vanillu og hökkuðu toblerone út í og blandið varlega saman við rjómann. Setjið rjómakrem ofan á hverja marengsköku og skreytið með ferskum jarðarberjum. Bræðið toblerone yfir vatnsbaði og dreifið vel yfir kökurnar. Einfalt, fljótlegt og dásamlega gott!
Eftirréttir Eva Laufey Marens Uppskriftir Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning