Draumur húsbílaeigandans Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 10:14 Mercedes Benz Marco Polo. Mercedes Benz er einn þeirra bílaframleiðenda sem býður sendibíla sína einnig í formi vel útbúinn ferðabíla, eða húsbíla. Líklega er Volkswagen þó enn þekktara fyrir framleiðslu svona bíla og víst er að söluhæsti einstaka bíllinn í þessum flokki er Volkswagen California, enda fer þar afar vel búinn bíll sem allt eins gæti talist í lúxusflokki. Mercedes Benz hefur þó tekið lúxusinn í nýjar hæðir með nýjast útspili sínu, sem þeir kalla Marco Polo eftir landkönnuðinum fræga. Gólfið í bílnum er eins og í lúxussnekkju og öll smíðin innanborðs er einkar vönduð og útbúnaðurinn þannig að þeir sem í honum ferðast eru eins og á flottu lúxushóteli. Í grunninn er Marco Polo sendibíllinn V-Class, systurbíll Vito sendibílsins. Í Marco Polo geta fjórir sofið því bæði er rúm fyrir tvo þegar aftursætin eru lögð niður, en einnig er rúm fyrir tvo í upphækkuninni á bílnum, sem er rafdrifin. Fínasta eldhús er í bílnum, sem og ísskápur. Framsætin eru snúanleg og í bílum er klósett og miðstöðin er þriggja svæða. Stórir tankar eru fyrir vatn og bíllinn er útbúinn Garmin leiðsögukerfi. Öll sæti er klædd leðri og bakkmyndavél er í bílnum. Velja má milli 163 og 190 hestafla dísilvéla sem í grunninn er sama vélin og eru þær með 380 eða 440 Nm togi. Verð bílsins er skiljanlega í hærri kantinum, eða um 7,2 milljónir í Bretlandi og er hann nokkru dýrari en Volkswagen California. Þetta verð er þó ef til vill lægra en ef keyptur væri Ford F-150 og sett á hann pallhýsi, sem líklega er algengasta form á húsbílaútfærslu hérlendis.Aftursætin lögð niður og úr verður flott hjónarúm. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Mercedes Benz er einn þeirra bílaframleiðenda sem býður sendibíla sína einnig í formi vel útbúinn ferðabíla, eða húsbíla. Líklega er Volkswagen þó enn þekktara fyrir framleiðslu svona bíla og víst er að söluhæsti einstaka bíllinn í þessum flokki er Volkswagen California, enda fer þar afar vel búinn bíll sem allt eins gæti talist í lúxusflokki. Mercedes Benz hefur þó tekið lúxusinn í nýjar hæðir með nýjast útspili sínu, sem þeir kalla Marco Polo eftir landkönnuðinum fræga. Gólfið í bílnum er eins og í lúxussnekkju og öll smíðin innanborðs er einkar vönduð og útbúnaðurinn þannig að þeir sem í honum ferðast eru eins og á flottu lúxushóteli. Í grunninn er Marco Polo sendibíllinn V-Class, systurbíll Vito sendibílsins. Í Marco Polo geta fjórir sofið því bæði er rúm fyrir tvo þegar aftursætin eru lögð niður, en einnig er rúm fyrir tvo í upphækkuninni á bílnum, sem er rafdrifin. Fínasta eldhús er í bílnum, sem og ísskápur. Framsætin eru snúanleg og í bílum er klósett og miðstöðin er þriggja svæða. Stórir tankar eru fyrir vatn og bíllinn er útbúinn Garmin leiðsögukerfi. Öll sæti er klædd leðri og bakkmyndavél er í bílnum. Velja má milli 163 og 190 hestafla dísilvéla sem í grunninn er sama vélin og eru þær með 380 eða 440 Nm togi. Verð bílsins er skiljanlega í hærri kantinum, eða um 7,2 milljónir í Bretlandi og er hann nokkru dýrari en Volkswagen California. Þetta verð er þó ef til vill lægra en ef keyptur væri Ford F-150 og sett á hann pallhýsi, sem líklega er algengasta form á húsbílaútfærslu hérlendis.Aftursætin lögð niður og úr verður flott hjónarúm.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent