Barneignir hafa haft mikil áhrif tónleika Hinemoa Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2016 14:30 Sveitin að gefa út glænýtt lag. Myndir/ A.K.A. Photographer/Sigurður Ástgerisson Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira