Valdís Þóra spilaði fyrstu sjö holurnar á þremur höggum undir pari og var með því kominn sjö undir par samanlagt. Það skor skilar henni alla leið upp í ellefta sæti.
Valdís Þóra náði þremur fuglum í röð á fimmtu (par 5), sjöttu (par 4) og sjöundu holu (par 4) og það er óhætt að segja að hún sé í miklu stuði.
Valdís var einnig með fugl á þriðju holu en svaraði skolla á þeirri fjórðu með fyrrnefndum þremur fuglum í röð.
Valdís lék á 69 höggum í gær eða -3 og var hún samtals á fjórum höggum undir pari eftir 54 holur. Valdís var þá í 17.til 21. sæti.
Það er mikið í húfi því 30 efstu fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og þeir sem enda í sætum 31.til 60. fá takmarkaðan keppnisrétt á næsta tímabili sem hefst í janúar. Eftir fjórða hringinn fá 60 efstu tækifæri til þess að leika á lokahringnum.
Valdís Þóra reynir að fara í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem tryggði sér þáttökurétt á LET Evrópumótaröðinni fyrir ári síðan.
Valdís er í mjög góðri stöðu og sérstaklega ef hún heldur áfram að spila svona vel í dag. Það er hægt að fylgjast með hvernig gengur hjá henni á Twittersíðu GSÍ sem sjá má hér fyrir neðan.