Stóðu á krossgötum og bjuggu til plötu Guðný Hrönn skrifar 6. janúar 2017 09:30 Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir. Mynd/Úr einkasafni Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa hljómsveitina East of My Youth en sú hljómsveit er ung og sendir frá sér sína fyrstu plötu þann 13. janúar. Útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar East of My Youth var fagnað rækilega á Húrra í gær en þær Herdís Thelma fengu tónlistarkonurnar Hildi og Glowie til liðs við sig á tónleikunum. Fyrsta plata East of My Youth hefur að geyma fjölbreytt lög og lýsir ferlinu á bak við samstarf þeirra Herdísar og Thelmu vel að þeirra sögn. „Það tók ár að vinna plötuna, þannig að við erum búnar að vinna markvisst saman í um ár. Á þeim tíma lærðum við mikið, bæði um það sem okkur langar að gera og hvor á aðra. Þannig að lögin eru líka búin að breytast og þróast með okkur,“ segir Herdís.Fyrsta plata East of My Youth kemur út 13. janúar.En hvernig varð bandið til? „Við Thelma erum búnar að þekkjast mjög lengi. Við vorum saman í Hagaskóla, MR og Listaháskólanum og svo fluttum við báðar til Berlínar strax eftir útskrift. Þar var ég í starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni myndlistarmanni og Thelma var í leiklistarkúrs. Við höfðum í raun og veru alltaf verið í sama vinahópi án þess að þekkjast eitthvað persónulega. En þarna var eitthvað sem dró okkur saman og við byrjuðum að hanga. Og svo eitt nóvemberkvöldið, þegar við sátum á bar, fer Thelma að tala um að hana hafi alltaf langað til að syngja. Ég hafði þá sjálf eitthvað verið að dunda mér við að búa til lög, en ég er ekki söngkona. Þegar ég heyri svo Thelmu syngja og spila á gítar þá átta ég mig á að hún er með alveg klikkaða rödd. Þá ákváðum við bara að hittast og byrja að djamma saman,“ útskýrir Herdís. Eftir dvölina í Berlín fluttu þær Herdís og Thelma aftur til Íslands. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera þegar heim var komið. Þar sem við vorum báðar tvær á krossgötum tókum við ákvörðun um að hittast reglulega í Listaháskólanum, gamla skólanum okkar, og spila og syngja. Og varð fyrsta lagið okkar til.“ Útkoma þessa samstarfs er sex laga plata sem hefur að geyma fjölbreytt lög. „Þó að þetta sé stutt plata þá ákváðum við samt að leyfa henni að standa. Á henni er fjölbreytt tónlist, allt frá melódískum ballöðum yfir í alvöru elektró-popp.“En hvað er svo fram undan? „Við erum á leiðinni í lítið tónleikaferðalag þar sem við munum meðal annars spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Svo erum við að fara að vinna með pródúsent í London og þar munum við vinna að nýjum lögum,“ segir Herdís. Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa hljómsveitina East of My Youth en sú hljómsveit er ung og sendir frá sér sína fyrstu plötu þann 13. janúar. Útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar East of My Youth var fagnað rækilega á Húrra í gær en þær Herdís Thelma fengu tónlistarkonurnar Hildi og Glowie til liðs við sig á tónleikunum. Fyrsta plata East of My Youth hefur að geyma fjölbreytt lög og lýsir ferlinu á bak við samstarf þeirra Herdísar og Thelmu vel að þeirra sögn. „Það tók ár að vinna plötuna, þannig að við erum búnar að vinna markvisst saman í um ár. Á þeim tíma lærðum við mikið, bæði um það sem okkur langar að gera og hvor á aðra. Þannig að lögin eru líka búin að breytast og þróast með okkur,“ segir Herdís.Fyrsta plata East of My Youth kemur út 13. janúar.En hvernig varð bandið til? „Við Thelma erum búnar að þekkjast mjög lengi. Við vorum saman í Hagaskóla, MR og Listaháskólanum og svo fluttum við báðar til Berlínar strax eftir útskrift. Þar var ég í starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni myndlistarmanni og Thelma var í leiklistarkúrs. Við höfðum í raun og veru alltaf verið í sama vinahópi án þess að þekkjast eitthvað persónulega. En þarna var eitthvað sem dró okkur saman og við byrjuðum að hanga. Og svo eitt nóvemberkvöldið, þegar við sátum á bar, fer Thelma að tala um að hana hafi alltaf langað til að syngja. Ég hafði þá sjálf eitthvað verið að dunda mér við að búa til lög, en ég er ekki söngkona. Þegar ég heyri svo Thelmu syngja og spila á gítar þá átta ég mig á að hún er með alveg klikkaða rödd. Þá ákváðum við bara að hittast og byrja að djamma saman,“ útskýrir Herdís. Eftir dvölina í Berlín fluttu þær Herdís og Thelma aftur til Íslands. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera þegar heim var komið. Þar sem við vorum báðar tvær á krossgötum tókum við ákvörðun um að hittast reglulega í Listaháskólanum, gamla skólanum okkar, og spila og syngja. Og varð fyrsta lagið okkar til.“ Útkoma þessa samstarfs er sex laga plata sem hefur að geyma fjölbreytt lög. „Þó að þetta sé stutt plata þá ákváðum við samt að leyfa henni að standa. Á henni er fjölbreytt tónlist, allt frá melódískum ballöðum yfir í alvöru elektró-popp.“En hvað er svo fram undan? „Við erum á leiðinni í lítið tónleikaferðalag þar sem við munum meðal annars spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Svo erum við að fara að vinna með pródúsent í London og þar munum við vinna að nýjum lögum,“ segir Herdís.
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira