Síðasti framleiðsludagur Chrysler PT Cruiser Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 10:16 Chrysler PT Cruiser. Í dag er síðasti dagur framleiðslu á Retro-bílnum PT Cruiser í verksmiðjum Chrysler í Bandaríkjunum. Vilja margir meina að tími hafi verið kominn til og að framleiðsla þessa bíls hafi best lýst þeim mistökum í bílaframleiðslu Chrysler sem einkennt hefur fyrirtækið um langt skeið og hefur það endurspeglast í slæmum sölutölum og á endanum gjaldþroti, enda var fyrirtækið yfirtekið af Fiat árið 2014. Chrysler PT Cruiser hefur verið í framleiðslu svo til óbreyttur í samtals 11 ár og alls hafa verið framleidd 1.355.484 eintök af bílnum. Bíllinn var því orðinn nokkuð úr sér genginn bíll með lítið af nýrri tækni og þykir auk þess af óöruggur. Fyrstu árin í framleiðslu PT Cruiser gekk þó einkar vel að selja bílinn og var hann einn þeirra bíla sem hannaður var með skírskotun í áratuga gamalt útlit bíla frá gullaldarárum bandarískrar bílaframleiðslu og gekk það vel í Bandaríkjamenn í fyrstu. Bíllinn var fremur ódýr bíll með fremur afllitla 150 hestafla vél í samanburði við flesta bíla framleidda vestanhafs. Eftir fyrstu 3-4 árin í framleiðslu fór sala bílsins að minnka og tók þá Chrysler til þess ráðs að koma með hverja “Special Edition”-útgáfu á fætur annarri og gekk það vel í fyrstu og einnig var kynnt blæjuútgáfa bílsins. Á endanum þóttu þó þessar æfingar líkt og að setja flottan varalit á svín. Þá var gripið til þess ráðs að smíða andlitslyftan bíl með ekki eins hrárri innréttingu og í fyrstu gerðinni og bíllinn fékk 180 hestafla forþjöppudrifna vél. Þessar tilraunir báru þó lítinn árangur í samkeppninni við betri og öflugri bíla sem voru komnir í smíði vestanhafs og vinsældirnar dvínuðu mikið. Ekki batnaði ástandið þegar PT Cruiser fékk hinn óvinsæla titil “hættulegasti litli bíll Bandaríkjanna” frá IIHS. Viðbrögð Chrysler við þessu var að kynna enn aðra Dream Cruiser Special Edition af bílnum, sem seldist þó ekki vel. Nú sitja margir af þessum bílum á bílasölum Bandaríkjanna og fáir kaupendur finnast, enda á ferðinni algerlega úreltur bíll sem stenst engan snúning við nýrri gerðir bíla. Margir eru á því að Chrysler hefði á lífsleið PT Cruiser að setja meira fjármagn í þróun þessa bíls sem átti svo gott upphaf í sölu, en Chrysler hafi flotið að feigðarósi með því að halda ekki áfram að þróa hann og útbúa hann meiri tækni, betri vélum og meira öryggi. PT Cruiser er einn þeirra bíla Chrysler sem í raun setti fyrirtækið á hausinn og var Chrysler síðan yfirtekið af Fiat fyrir ríflega tveimur árum síðan.Blæjuútgáfa PT Cruiser.Svona er aðeins framleitt í Bandaríkjunum. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent
Í dag er síðasti dagur framleiðslu á Retro-bílnum PT Cruiser í verksmiðjum Chrysler í Bandaríkjunum. Vilja margir meina að tími hafi verið kominn til og að framleiðsla þessa bíls hafi best lýst þeim mistökum í bílaframleiðslu Chrysler sem einkennt hefur fyrirtækið um langt skeið og hefur það endurspeglast í slæmum sölutölum og á endanum gjaldþroti, enda var fyrirtækið yfirtekið af Fiat árið 2014. Chrysler PT Cruiser hefur verið í framleiðslu svo til óbreyttur í samtals 11 ár og alls hafa verið framleidd 1.355.484 eintök af bílnum. Bíllinn var því orðinn nokkuð úr sér genginn bíll með lítið af nýrri tækni og þykir auk þess af óöruggur. Fyrstu árin í framleiðslu PT Cruiser gekk þó einkar vel að selja bílinn og var hann einn þeirra bíla sem hannaður var með skírskotun í áratuga gamalt útlit bíla frá gullaldarárum bandarískrar bílaframleiðslu og gekk það vel í Bandaríkjamenn í fyrstu. Bíllinn var fremur ódýr bíll með fremur afllitla 150 hestafla vél í samanburði við flesta bíla framleidda vestanhafs. Eftir fyrstu 3-4 árin í framleiðslu fór sala bílsins að minnka og tók þá Chrysler til þess ráðs að koma með hverja “Special Edition”-útgáfu á fætur annarri og gekk það vel í fyrstu og einnig var kynnt blæjuútgáfa bílsins. Á endanum þóttu þó þessar æfingar líkt og að setja flottan varalit á svín. Þá var gripið til þess ráðs að smíða andlitslyftan bíl með ekki eins hrárri innréttingu og í fyrstu gerðinni og bíllinn fékk 180 hestafla forþjöppudrifna vél. Þessar tilraunir báru þó lítinn árangur í samkeppninni við betri og öflugri bíla sem voru komnir í smíði vestanhafs og vinsældirnar dvínuðu mikið. Ekki batnaði ástandið þegar PT Cruiser fékk hinn óvinsæla titil “hættulegasti litli bíll Bandaríkjanna” frá IIHS. Viðbrögð Chrysler við þessu var að kynna enn aðra Dream Cruiser Special Edition af bílnum, sem seldist þó ekki vel. Nú sitja margir af þessum bílum á bílasölum Bandaríkjanna og fáir kaupendur finnast, enda á ferðinni algerlega úreltur bíll sem stenst engan snúning við nýrri gerðir bíla. Margir eru á því að Chrysler hefði á lífsleið PT Cruiser að setja meira fjármagn í þróun þessa bíls sem átti svo gott upphaf í sölu, en Chrysler hafi flotið að feigðarósi með því að halda ekki áfram að þróa hann og útbúa hann meiri tækni, betri vélum og meira öryggi. PT Cruiser er einn þeirra bíla Chrysler sem í raun setti fyrirtækið á hausinn og var Chrysler síðan yfirtekið af Fiat fyrir ríflega tveimur árum síðan.Blæjuútgáfa PT Cruiser.Svona er aðeins framleitt í Bandaríkjunum.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent