Laxveiðin hafin í Skotlandi Karl Lúðvíksson skrifar 18. janúar 2017 11:28 Laxveiðin á Íslandi byrjar fyrstu dagana í júní og geta veiðimenn líklega varla beðið eftir þeim degi en í SKotlandi er þó annað í gangi en veiði byrjaði á nokkrum svæðum fyrir tveimur dögum. Meðal svæða þar sem veiði hófst eru svæði í ánni Ness og Portnacraig Pitlochry svæðið í Tay en þar hófst veiði 16. janúar. Í Tay veiddust tveir vænir laxar og fleiri sáust en féllu ekki fyrir agni veiðimanna. Í Ness veiddist einn lax fyrsta daginn en það var 23 punda hængur. Hreistursýni voru tekin af laxinum áður en honum var sleppt og sýndu þau að hann hafði dvalið í ferskvatni í 3 ár og tvö ár í sjá. Þar sýna árhringir sömuleiðis að laxinn hefur verið í góðu fæði í hafinum og vekur það vonir um að árið verði betra en síðasta sumar í skosku ánum en það sumar var víða eitt það lélegasta í manna minnum. Veiðin í Skotlandi er síðan komin vel af stað í febrúar og mars sem er ólíkt því sem við eigum að venjast en margir íslenskir veiðimenn eru þó farnir að heimsækja Skotland til að kynnast ánum þar aðeins betur. Veiði hefst á Íslandi 1. apríl þegar fyrstu sjóbirtingssvæðin og nokkur vötn opna fyrir veiðimönnum og það er ekki nema rétt tveir og hálfur mánuður þangað til. Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Litlar bleikjutorfur um allan Hraunsfjörð Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði
Laxveiðin á Íslandi byrjar fyrstu dagana í júní og geta veiðimenn líklega varla beðið eftir þeim degi en í SKotlandi er þó annað í gangi en veiði byrjaði á nokkrum svæðum fyrir tveimur dögum. Meðal svæða þar sem veiði hófst eru svæði í ánni Ness og Portnacraig Pitlochry svæðið í Tay en þar hófst veiði 16. janúar. Í Tay veiddust tveir vænir laxar og fleiri sáust en féllu ekki fyrir agni veiðimanna. Í Ness veiddist einn lax fyrsta daginn en það var 23 punda hængur. Hreistursýni voru tekin af laxinum áður en honum var sleppt og sýndu þau að hann hafði dvalið í ferskvatni í 3 ár og tvö ár í sjá. Þar sýna árhringir sömuleiðis að laxinn hefur verið í góðu fæði í hafinum og vekur það vonir um að árið verði betra en síðasta sumar í skosku ánum en það sumar var víða eitt það lélegasta í manna minnum. Veiðin í Skotlandi er síðan komin vel af stað í febrúar og mars sem er ólíkt því sem við eigum að venjast en margir íslenskir veiðimenn eru þó farnir að heimsækja Skotland til að kynnast ánum þar aðeins betur. Veiði hefst á Íslandi 1. apríl þegar fyrstu sjóbirtingssvæðin og nokkur vötn opna fyrir veiðimönnum og það er ekki nema rétt tveir og hálfur mánuður þangað til.
Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Litlar bleikjutorfur um allan Hraunsfjörð Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði