Gary Martin genginn í raðir Lokeren Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 14:45 Gary Martin er kominn til Belgíu. mynd/lokeren Enski framherjinn Gary Martin er formlega genginn í raðir belgíska úrvalsdeildarfélagsins Lokeren, en hann skrifaði undir hálfs þriggja ára samning við það í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Lokeren. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Gary var í æfingaferð með Lokeren á Spáni á dögunum þar sem hann skoraði í einum leik. Þjálfari Lokeren er Rúnar Kristinsson en saman urðu þeir Gary tvisvar sinnum Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar hjá KR. Lokeren borgar um sjö milljónir króna fyrir markahrókinn, samkvæmt heimildum Vísis, en sú upphæð getur á endanum numið allt að þrettán milljónum króna með árangurstengdum greiðslum. Þá fá Víkingar hluta af næsta söluverði framherjans, samkvæmt heimildum Vísis. Gary kom til Víkings frá KR eftir tímabilið 2015. Hann skoraði fimm mörk í þrettán leikjum fyrir Fossvogsfélagið áður en Rúnar Kristinsson fékk hann á láni til Lilleström seinni hluta leiktíðar. Þar skoraði hann fjögur mörk í tíu leikjum og átti stóran þátt í því að halda liðinu í norsku úrvalsdeildinni. Gary Martin á að baki 93 leiki og 43 mörk í efstu deild með ÍA, KR og Víkingi. Hjá Lokeren hittir Gary tvo íslenska landsliðsmenn; Sverri Inga Ingason og Ara Frey Skúlason. Liðið er í tíunda sæti belgísku úrvalsdeildarinnar en það er taplaust í sex síðustu leikjum undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Enski framherjinn Gary Martin er formlega genginn í raðir belgíska úrvalsdeildarfélagsins Lokeren, en hann skrifaði undir hálfs þriggja ára samning við það í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Lokeren. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Gary var í æfingaferð með Lokeren á Spáni á dögunum þar sem hann skoraði í einum leik. Þjálfari Lokeren er Rúnar Kristinsson en saman urðu þeir Gary tvisvar sinnum Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar hjá KR. Lokeren borgar um sjö milljónir króna fyrir markahrókinn, samkvæmt heimildum Vísis, en sú upphæð getur á endanum numið allt að þrettán milljónum króna með árangurstengdum greiðslum. Þá fá Víkingar hluta af næsta söluverði framherjans, samkvæmt heimildum Vísis. Gary kom til Víkings frá KR eftir tímabilið 2015. Hann skoraði fimm mörk í þrettán leikjum fyrir Fossvogsfélagið áður en Rúnar Kristinsson fékk hann á láni til Lilleström seinni hluta leiktíðar. Þar skoraði hann fjögur mörk í tíu leikjum og átti stóran þátt í því að halda liðinu í norsku úrvalsdeildinni. Gary Martin á að baki 93 leiki og 43 mörk í efstu deild með ÍA, KR og Víkingi. Hjá Lokeren hittir Gary tvo íslenska landsliðsmenn; Sverri Inga Ingason og Ara Frey Skúlason. Liðið er í tíunda sæti belgísku úrvalsdeildarinnar en það er taplaust í sex síðustu leikjum undir stjórn Rúnars Kristinssonar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira