Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 10:14 Ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch. Leikjavísir Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch.
Leikjavísir Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira