Hatar Ólympíuleikana og þetta er ástæðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2017 13:30 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy. Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy.
Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti