Mercedes Benz framúr BMW í sölu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 09:15 Þýsku lúxusbílaframleiðendurnir þrír, Benz, BMW og Audi eru allir með kringum 2 milljón bíla sölu í fyrra. Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent