Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. janúar 2017 20:00 MYND/GSÍ/SETH@GOLF.IS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék síðasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari en hún náði sér aftur á strik eftir að hafa misst flugið á þriðja hring. Þegar rýnt er í tölfræði Ólafíu á mótinu má sjá að hún slær lengst af teig á öðrum degi, 254 yarda (232 metra) en hún sló töluvert styttra í gær, 236 yarda(216 metra), alls sextán metra munur. Þrátt fyrir að hafa verið að slá styttra tókst Ólafíu að hitta brautirnar vel í gær rétt eins og aðra daga á mótinu en hún hitti brautina úr upphafshögginu í 47 skipti í 56 tilraunum. Innáhöggin hjá Ólafíu voru mun betri í dag en hún þurfti aðeins fimm sinnum að bjarga parinu eftir innáhögg fyrir fugli, fimm sinnum sjaldnar en í gær. Hún var einnig stöðug með pútterinn en eftir að hafa púttað 30 sinnum á fyrsta hring notaði hún pútterinn 28 sinnum á seinustu þremur hringjunum. Tölfræði Ólafíu frá mótinu má sjá hér fyrir neðan í samantekt GSÍ.Tölfræðin skiptir máli, hér má sjá tölfræðina fyrir alla fjóra hringina hjá okkar konu á mótaröð þeirra bestu í heiminum. pic.twitter.com/q0yO2SVCqE— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) January 29, 2017 Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék síðasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari en hún náði sér aftur á strik eftir að hafa misst flugið á þriðja hring. Þegar rýnt er í tölfræði Ólafíu á mótinu má sjá að hún slær lengst af teig á öðrum degi, 254 yarda (232 metra) en hún sló töluvert styttra í gær, 236 yarda(216 metra), alls sextán metra munur. Þrátt fyrir að hafa verið að slá styttra tókst Ólafíu að hitta brautirnar vel í gær rétt eins og aðra daga á mótinu en hún hitti brautina úr upphafshögginu í 47 skipti í 56 tilraunum. Innáhöggin hjá Ólafíu voru mun betri í dag en hún þurfti aðeins fimm sinnum að bjarga parinu eftir innáhögg fyrir fugli, fimm sinnum sjaldnar en í gær. Hún var einnig stöðug með pútterinn en eftir að hafa púttað 30 sinnum á fyrsta hring notaði hún pútterinn 28 sinnum á seinustu þremur hringjunum. Tölfræði Ólafíu frá mótinu má sjá hér fyrir neðan í samantekt GSÍ.Tölfræðin skiptir máli, hér má sjá tölfræðina fyrir alla fjóra hringina hjá okkar konu á mótaröð þeirra bestu í heiminum. pic.twitter.com/q0yO2SVCqE— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) January 29, 2017
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira