Sjáðu samantekt frá fyrstu holum Ólafíu í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 18:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, leikur þessa dagana á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum en hún komst í gegnum niðurskurðinn í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna. Ólafía fylgdi eftir góðum fyrsta hring með enn betri hring í gær og var hún í 20. sæti þegar þriðji dagurinn hófst. Hægt verður að fylgjast með Ólafíu í beinni textalýsingu hér en í spilaranum hér fyrir ofan má sjá stutta samantekt frá spilamennsku Ólafíu á fyrstu holunum í dag. Má þar sjá upphafshögg hennar á fyrstu braut, innáhögg hennar þar sem hún bjargar pari ásamt stuttu pari sem fór niður fyrir pari á fyrstu braut. Ólafía púttaði fyrir fugli á annnarri braut en hún bíður enn eftir fyrsta fugli dagsins. Golfstöðin hefur sýnt frá fyrstu tveimur keppnisdögunum en þar sem útsendingartími mótsins skarast við útsendingartíma Farmers Insurance mótið á PGA-mótaröðinni verður sýnt frá Pure Silk-mótinu á Stöð 2 Sport 4. Útsendingin, sem hefst klukkan 20.00, verður aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Þá verður vitaskuld bein textalýsing frá gangi mála á íþróttavef Vísis. Golf Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, leikur þessa dagana á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum en hún komst í gegnum niðurskurðinn í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna. Ólafía fylgdi eftir góðum fyrsta hring með enn betri hring í gær og var hún í 20. sæti þegar þriðji dagurinn hófst. Hægt verður að fylgjast með Ólafíu í beinni textalýsingu hér en í spilaranum hér fyrir ofan má sjá stutta samantekt frá spilamennsku Ólafíu á fyrstu holunum í dag. Má þar sjá upphafshögg hennar á fyrstu braut, innáhögg hennar þar sem hún bjargar pari ásamt stuttu pari sem fór niður fyrir pari á fyrstu braut. Ólafía púttaði fyrir fugli á annnarri braut en hún bíður enn eftir fyrsta fugli dagsins. Golfstöðin hefur sýnt frá fyrstu tveimur keppnisdögunum en þar sem útsendingartími mótsins skarast við útsendingartíma Farmers Insurance mótið á PGA-mótaröðinni verður sýnt frá Pure Silk-mótinu á Stöð 2 Sport 4. Útsendingin, sem hefst klukkan 20.00, verður aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Þá verður vitaskuld bein textalýsing frá gangi mála á íþróttavef Vísis.
Golf Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira