Möguleiki á áframhaldandi samstarfi Þórs og KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2017 18:31 Leikmenn Þórs/KA fagna marki gegn Fylki síðasta sumar. vísir/hanna Í vikunni hafa staðið yfir viðræður á milli Þórs og KA, með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar, um samstarf sameiginlegs kvennaliðs Þórs/KA í fótbolta. Niðurstaða þessara viðræðna er að bæði félög eru tilbúin að hefja vinnu til að tryggja áframhaldandi samstarf, og þar með framtíð Þórs/KA í kvennafótboltanum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Þórs, KA og ÍBA. Þar kemur einnig fram að búið sé að stofna vinnuhóp með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs. Markmið hans er að koma með tillögur að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu Þórs og KA. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á næsta tímabili.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Eins og kunnugt er orðið hefur framtíð kvennaliðs Þórs/KA í meistara- og öðrum flokki kvenna í knattspyrnu verið í uppnámi eftir að aðalstjórn KA sendi frá sér yfirlýsingu um að samningar á milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu yrðu ekki endurnýjaðir. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður á milli félaganna með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar um samstarfið og framtíð þess með hag KA, Þórs og iðkenda kvennaknattspyrnu á Akureyri að leiðarljósi. Þessar viðræður hafa nú leitt af sér að bæði félög hafa lýst yfir fullum vilja til að hefja vinnu við að tryggja áframhaldandi samstarf og þar með framtíð Þórs/KA í kvennaknattspyrnu. Stofnaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs en markmið hópsins er að koma með tillögur fyrir 10. febrúar nk. að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu beggja félaga að Þór/KA og uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Akureyri. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á komandi keppnistímabili. Framundan eru sambærilegar viðræður á milli þessara aðila er varða framtíð kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik.Með íþróttakveðju, fyrir hönd ÍBA, KA og Þórs, Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður ÍBA. Ingvar Gíslason, varaformaður KA. Árni Óðinsson, formaður Þórs. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00 Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Í vikunni hafa staðið yfir viðræður á milli Þórs og KA, með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar, um samstarf sameiginlegs kvennaliðs Þórs/KA í fótbolta. Niðurstaða þessara viðræðna er að bæði félög eru tilbúin að hefja vinnu til að tryggja áframhaldandi samstarf, og þar með framtíð Þórs/KA í kvennafótboltanum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Þórs, KA og ÍBA. Þar kemur einnig fram að búið sé að stofna vinnuhóp með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs. Markmið hans er að koma með tillögur að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu Þórs og KA. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á næsta tímabili.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Eins og kunnugt er orðið hefur framtíð kvennaliðs Þórs/KA í meistara- og öðrum flokki kvenna í knattspyrnu verið í uppnámi eftir að aðalstjórn KA sendi frá sér yfirlýsingu um að samningar á milli KA og Þórs um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu yrðu ekki endurnýjaðir. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður á milli félaganna með milligöngu Íþróttabandalags Akureyrar um samstarfið og framtíð þess með hag KA, Þórs og iðkenda kvennaknattspyrnu á Akureyri að leiðarljósi. Þessar viðræður hafa nú leitt af sér að bæði félög hafa lýst yfir fullum vilja til að hefja vinnu við að tryggja áframhaldandi samstarf og þar með framtíð Þórs/KA í kvennaknattspyrnu. Stofnaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum ÍBA, KA og Þórs en markmið hópsins er að koma með tillögur fyrir 10. febrúar nk. að áframhaldandi samstarfi sem tryggir jafna aðkomu beggja félaga að Þór/KA og uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Akureyri. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að Þór/KA leiki í hlutlausum búningum á komandi keppnistímabili. Framundan eru sambærilegar viðræður á milli þessara aðila er varða framtíð kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik.Með íþróttakveðju, fyrir hönd ÍBA, KA og Þórs, Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður ÍBA. Ingvar Gíslason, varaformaður KA. Árni Óðinsson, formaður Þórs.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00 Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Forráðamenn Þórs á Akureyri hafa ekki gefið upp von um að samstarfi félagsins við KA um rekstur kvennaliða á Akureyri verði haldið áfram, þrátt fyrir yfirlýsingu KA um annað. 20. janúar 2017 07:00
Pepsi-deildin byrjar í apríl í ár Pepsi-deildirnar byrja óvenju snemma sumarið 2017. 23. janúar 2017 12:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01
Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45