Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2017 22:15 Ólafía Þórunn hefur fundið sig vel á Ocean vellinum á Bahamaeyjum. Mynd/gsimyndir.net/Seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Ólafía lék á tveimur höggum undir pari í gær en bætti um betur í dag. Hún lék frábært golf og kláraði hringinn á fimm höggum undir pari. Ólafía er því á sjö undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem voru með tvo undir pari eða betra skor komust áfram. Ólafía er í 20. sæti af 108 keppendum. Ólafía fékk fimm fugla í dag og 13 pör. Ótrúleg spilamennska hjá Ólafíu á hennar fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá gangi mála á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. GR hefur ákveðið að hrinda af stað söfnun fyrir afrekssjóð GR Ólafíu Þórunni til heiðurs. Þess má geta að Ólafía Þórunn er jafnframt styrkþegi úr afrekssjóði GR.Þeir sem vilja styrkja afrekssjóð félagsins og Ólafíu Þórunni geta hringt í eftirfarandi styrktarlínur og valið um styrk til starfsins: Þú hringir í síma 908-1551 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 1.000 kr. Þú hringir í síma 908-1552 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 2.000 kr. Þú hringir í síma 908-1555 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 5.000 kr. Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Ólafía lék á tveimur höggum undir pari í gær en bætti um betur í dag. Hún lék frábært golf og kláraði hringinn á fimm höggum undir pari. Ólafía er því á sjö undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem voru með tvo undir pari eða betra skor komust áfram. Ólafía er í 20. sæti af 108 keppendum. Ólafía fékk fimm fugla í dag og 13 pör. Ótrúleg spilamennska hjá Ólafíu á hennar fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá gangi mála á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. GR hefur ákveðið að hrinda af stað söfnun fyrir afrekssjóð GR Ólafíu Þórunni til heiðurs. Þess má geta að Ólafía Þórunn er jafnframt styrkþegi úr afrekssjóði GR.Þeir sem vilja styrkja afrekssjóð félagsins og Ólafíu Þórunni geta hringt í eftirfarandi styrktarlínur og valið um styrk til starfsins: Þú hringir í síma 908-1551 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 1.000 kr. Þú hringir í síma 908-1552 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 2.000 kr. Þú hringir í síma 908-1555 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 5.000 kr.
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira