Víðfeðmi kærleikans Hildur Björnsdóttir skrifar 27. janúar 2017 07:00 Ég bjó á sömu slóðum. Gekk sömu leið að næturlagi. Fjölmörgum sinnum. Flestar helgar. Einsömul og grunlaus. Ég hefði getað verið hún. Við eigum mörg einhverja samsvörun. Einhverja hliðstæðu. Örlögin urðu ekki okkar. En ferðalokin snerta sérhvern streng. Atburðir liðinna daga fylltu þjóðina harmi. Ónáttúra og óréttlæti fengu ofsafengin viðbrögð. Réttláta reiði. Við slíkar aðstæður skal varast ályktanir. Atburðirnir voru útlagatilvik. Gerendurnir útlagahópur. Vinkona mín læsir aldrei bílnum. Hún kýs að treysta fólki. Treysta hinu góða. Einhverjum þykir það einfeldningslegt. Auðvitað er gott að gæta sín. Gæta hvert annars. En gleymum ekki. Flest fólk er gott fólk. Virðing fyrir starfsemi björgunarsveita öðlast sífellt styrkari sess. Þeirra óeigingjarna starf. Fórnfýsi og þrekvirki. Félagar sem tilheyra björgunarsveitum líta málið öðrum augum. Segjast vissulega eyða tíma og fjármagni. En að skiptum fá sérhæfða þjálfun. Eru þátttakendur í gefandi björgunarstarfi. Viðhorf þeirra dýpka enn frekar virðingu mína. Hundruð sérhæfðra sjálfboðaliða leituðu horfinnar systur. Mér þótti herlaus þjóð skyndilega eiga hersveitir. Voldugir vitar eru vegvísar sjófarenda. Tilvist þeirra magnþrungin. Tilsýndin fögur. Það var yfirnáttúru líkast. Þegar heimför stúlku var rofin – þegar mannleg illska náði hámarki – þegar veglaus villtist á sjó – vísuðu almáttugir vitaverðir veginn heim. Lýstu leiðina að landi. Vonir okkar væntu farsælla ferðaloka. Leiðarlokin óhugsandi harmleikur. En í sömu andrá. Nánast sama augnablik. Þegar mennskan sýndi sitt versta andlit – sýndi hún einnig sitt fegursta. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun
Ég bjó á sömu slóðum. Gekk sömu leið að næturlagi. Fjölmörgum sinnum. Flestar helgar. Einsömul og grunlaus. Ég hefði getað verið hún. Við eigum mörg einhverja samsvörun. Einhverja hliðstæðu. Örlögin urðu ekki okkar. En ferðalokin snerta sérhvern streng. Atburðir liðinna daga fylltu þjóðina harmi. Ónáttúra og óréttlæti fengu ofsafengin viðbrögð. Réttláta reiði. Við slíkar aðstæður skal varast ályktanir. Atburðirnir voru útlagatilvik. Gerendurnir útlagahópur. Vinkona mín læsir aldrei bílnum. Hún kýs að treysta fólki. Treysta hinu góða. Einhverjum þykir það einfeldningslegt. Auðvitað er gott að gæta sín. Gæta hvert annars. En gleymum ekki. Flest fólk er gott fólk. Virðing fyrir starfsemi björgunarsveita öðlast sífellt styrkari sess. Þeirra óeigingjarna starf. Fórnfýsi og þrekvirki. Félagar sem tilheyra björgunarsveitum líta málið öðrum augum. Segjast vissulega eyða tíma og fjármagni. En að skiptum fá sérhæfða þjálfun. Eru þátttakendur í gefandi björgunarstarfi. Viðhorf þeirra dýpka enn frekar virðingu mína. Hundruð sérhæfðra sjálfboðaliða leituðu horfinnar systur. Mér þótti herlaus þjóð skyndilega eiga hersveitir. Voldugir vitar eru vegvísar sjófarenda. Tilvist þeirra magnþrungin. Tilsýndin fögur. Það var yfirnáttúru líkast. Þegar heimför stúlku var rofin – þegar mannleg illska náði hámarki – þegar veglaus villtist á sjó – vísuðu almáttugir vitaverðir veginn heim. Lýstu leiðina að landi. Vonir okkar væntu farsælla ferðaloka. Leiðarlokin óhugsandi harmleikur. En í sömu andrá. Nánast sama augnablik. Þegar mennskan sýndi sitt versta andlit – sýndi hún einnig sitt fegursta. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun