Ólafía lék á 71 höggi í dag, eða á tveimur undir pari. Frábær frammistaða hjá okkar konu sem stimplaði sig rækilega inn.
Ólafía lék fyrstu níu holurnar sérlega vel, eða á tveimur höggum undir pari.
Hún fékk par á fyrstu tveimur holunum á seinni hringnum en svo komu tveir skollar á næstu þremur holum.
Ólafía átti hins vegar góðan endasprett og á síðustu fjórum holunum fékk hún tvo fugla og tvisvar sinnum par.
Eins og staðan er núna er Ólafía í 18. sæti af 108 keppendum.
Keppni heldur áfram á morgun.