Flest listaverkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands Guðný Hrönn skrifar 25. janúar 2017 10:15 Auður Lóa útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Fréttablaðið/Stefán Það er listakonan Auður Lóa Guðnadóttir sem byrjar árið í sýningarrýminu Plássi með sýningu sinni Mythologies, eða á íslensku Goðsagnir, en Pláss er nýtt sýningarrými vefverslunarinnar Listaverkasölunnar. „Goðsagnir er ljósmyndasýning og skúlptúrsýning í senn, þetta eru sem sagt ljósmyndir sem teknar eru af skúlptúrum,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa sem vann skúlptúra sýningar sinnar í Dublin þar sem hún hafði vinnupláss hjá MART Gallery í október í fyrra. „Verkin í þessari seríu eru öll unnin í pappamassa sem er mikið uppáhaldsefni hjá mér þessa dagana. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt, en það er það sem er það besta við hann. Þá verða verkin að einhverju leyti til af tilviljun. Það er líka af hálfgerðri tilviljun að ég skuli vera að sýna ljósmyndir, en það hef ég aldrei gert áður. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að flest verkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands.“Tígrisdýrið er í ákveðnu uppáhaldi hjá Auði.Auður kveðst hafa mikinn áhuga á sögu, antík og skrautmunum og byggir sýninguna á þeim áhuga. „Skúlptúrarnir eru allir á stærð við styttur sem væru til skrauts í glugga. Myndefnið er sígilt; svanur, naktar konur, hermenn á hestbaki og tígrisdýr. Fígúrurnar eru svo ljósmyndaðar á greinandi hátt, eins og minjar á safni,“ útskýrir Auður. Auður Lóa segir ferlið við að vinna sýningu sem þessa vera bæði skemmtilegt og krefjandi. „Það sem er auðvitað langskemmtilegast að vinna í stúdíóinu er að búa til listaverkið sjálft. Uppsetning sýninga getur reynst flókin og mikill tími fer í mjög ólistrænt, praktískt ferli, svo sem að spartla, skrifa texta og tölvupóst, ferja hluti milli staða, kannski ryksuga og kaupa vín fyrir sýningargesti. Það er ekki mikill glamúr í því.“ „En í heildina hefur verið mjög skemmtilegt að setja upp þessa sýningu, enda reka þau Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns Plássið af mikilli fagmennsku,“ segir Auður. Þess má geta að sýningin verður opnuð á morgun, 26. janúar, í Plássi. Verk Auðar verða svo til sölu á sölu á vef Listaverkasölunnar www.listaverkasalan.com. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er listakonan Auður Lóa Guðnadóttir sem byrjar árið í sýningarrýminu Plássi með sýningu sinni Mythologies, eða á íslensku Goðsagnir, en Pláss er nýtt sýningarrými vefverslunarinnar Listaverkasölunnar. „Goðsagnir er ljósmyndasýning og skúlptúrsýning í senn, þetta eru sem sagt ljósmyndir sem teknar eru af skúlptúrum,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa sem vann skúlptúra sýningar sinnar í Dublin þar sem hún hafði vinnupláss hjá MART Gallery í október í fyrra. „Verkin í þessari seríu eru öll unnin í pappamassa sem er mikið uppáhaldsefni hjá mér þessa dagana. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt, en það er það sem er það besta við hann. Þá verða verkin að einhverju leyti til af tilviljun. Það er líka af hálfgerðri tilviljun að ég skuli vera að sýna ljósmyndir, en það hef ég aldrei gert áður. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að flest verkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands.“Tígrisdýrið er í ákveðnu uppáhaldi hjá Auði.Auður kveðst hafa mikinn áhuga á sögu, antík og skrautmunum og byggir sýninguna á þeim áhuga. „Skúlptúrarnir eru allir á stærð við styttur sem væru til skrauts í glugga. Myndefnið er sígilt; svanur, naktar konur, hermenn á hestbaki og tígrisdýr. Fígúrurnar eru svo ljósmyndaðar á greinandi hátt, eins og minjar á safni,“ útskýrir Auður. Auður Lóa segir ferlið við að vinna sýningu sem þessa vera bæði skemmtilegt og krefjandi. „Það sem er auðvitað langskemmtilegast að vinna í stúdíóinu er að búa til listaverkið sjálft. Uppsetning sýninga getur reynst flókin og mikill tími fer í mjög ólistrænt, praktískt ferli, svo sem að spartla, skrifa texta og tölvupóst, ferja hluti milli staða, kannski ryksuga og kaupa vín fyrir sýningargesti. Það er ekki mikill glamúr í því.“ „En í heildina hefur verið mjög skemmtilegt að setja upp þessa sýningu, enda reka þau Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns Plássið af mikilli fagmennsku,“ segir Auður. Þess má geta að sýningin verður opnuð á morgun, 26. janúar, í Plássi. Verk Auðar verða svo til sölu á sölu á vef Listaverkasölunnar www.listaverkasalan.com.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira