Ólafía með stórstjörnum í ráshópi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2017 08:50 Cheyenne Woods, Ólafía Þórunn og Natalie Gulbis. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún keppir á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum. Ólafía er í ráshópi með þekktum kylfingum á mótaröðinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis. Woods er eitt þekktasta nafnið í golfheiminum en frændi hennar er Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður heims. Cheyenne Woods er 26 ára en faðir hennar, Earl, er hálfbróðir Tiger. Hún útskrifaðist úr Wake Forest-háskólanum árið 2012, þeim sama og Ólafía Þórunn sótti á sínum tíma. Sjá einnig: Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Woods komst inn á Evrópumótaröðina árið 2013 og vann sitt fyrsta mót ári síðar. Hún komst svo í gegnum úrtökumótaröðina fyrir LPGA síðla árs 2014. Gulbis er 34 ára og hefur verið á LPGA-mótaröðinni síðan 2002. Hún á einn sigur að baki en Gulbis er engu að síður eitt þekktasta nafnið á mótaröðinni og hefur verið síðustu árin. Hún hefur einnig vakið athygli utan golfvallarins. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu, þeirra á meðal Ariya Jutanugarn sem varð efst á peningalistanum á síðasta tímabili og er í öðru sæti heimslistans. Meðal annarra keppenda má nefna Lexi Thompson og Brooke Henderson. Ólafía hefur á morgun leik á 1. teig, klukkan 13.22 á íslenskum tíma. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 16.30. Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún keppir á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum. Ólafía er í ráshópi með þekktum kylfingum á mótaröðinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis. Woods er eitt þekktasta nafnið í golfheiminum en frændi hennar er Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður heims. Cheyenne Woods er 26 ára en faðir hennar, Earl, er hálfbróðir Tiger. Hún útskrifaðist úr Wake Forest-háskólanum árið 2012, þeim sama og Ólafía Þórunn sótti á sínum tíma. Sjá einnig: Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Woods komst inn á Evrópumótaröðina árið 2013 og vann sitt fyrsta mót ári síðar. Hún komst svo í gegnum úrtökumótaröðina fyrir LPGA síðla árs 2014. Gulbis er 34 ára og hefur verið á LPGA-mótaröðinni síðan 2002. Hún á einn sigur að baki en Gulbis er engu að síður eitt þekktasta nafnið á mótaröðinni og hefur verið síðustu árin. Hún hefur einnig vakið athygli utan golfvallarins. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu, þeirra á meðal Ariya Jutanugarn sem varð efst á peningalistanum á síðasta tímabili og er í öðru sæti heimslistans. Meðal annarra keppenda má nefna Lexi Thompson og Brooke Henderson. Ólafía hefur á morgun leik á 1. teig, klukkan 13.22 á íslenskum tíma. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 16.30.
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti