HM-múrinn hjá íslenskum þjálfurum enn of hár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 06:00 Kristján Andrésson stýrði sænska liðinu til sigurs í fimm leikjum af sjö á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem var hans fyrsta stórmót. vísir/Getty Kristján Andrésson varð fyrr í þessum mánuði fimmtándi íslenski handboltaþjálfarinn sem stýrir landsliði á heimsmeistaramóti karla í handbolta þegar hann mætti með sænska landsliðið til leiks á móti Barein 13. janúar. Framtíðin er vissulega sænska liðsins en litlu munaði þó á móti Frökkum í átta liða úrslitunum í gærkvöldi þar sem Frakkar höfðu á endanum betur eftir mikinn spennuleik. Undanúrslitin voru innan seilingar og það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá liðinu. Kristján var síðasta íslenska vonin að komast í gegnum HM-múrinn sem hefur reynst íslenskum þjálfurum svo svakalega erfiður. Það er ekki hægt að kvarta yfir byrjun Kristjáns enda vann liðið fyrstu sjö leiki sína undir hans stjórn, fyrst tvo leiki í undankeppni EM í nóvember, þá þrjá undirbúningsleiki fyrir HM í upphafi ársins og loks tvo fyrstu leiki sína á HM. Fyrsta tapið kom í leik á móti Dönum 16. janúar þar sem aðeins stórbrotin markvarsla Niklas Landin kom í veg fyrir sænskan sigur.Guðmundur Guðmundson tapaði í 16 liða úrslitum.vísir/gettyEnginn spilað um verðlaun Danski markvörðurinn varði 23 skot og níu skotum meira en kollegi hans í sænska markinu og Dönum tókst að landa tveggja marka sigri í lokin. Svíar svöruðu þessu tapi með því að vinna næstu þrjá leiki sína með 12,3 mörkum að meðaltali, alla á móti liðum sem fóru í sextán liða úrslit keppninnar. Svíar unnu 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum og mættu svo heimamönnum, Frökkum, í gær. Íslenskir þjálfarar hafa oftar en einu sinni unnið til verðlauna og komið landsliðum í leiki um verðlaun á Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum. Nú síðast í fyrra unnu Þjóðverjar Evrópumeistaratitilinn undir stjórn Dags Sigurðssonar og Danir urðu Ólympíumeistarar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland hefur unnið verðlaun á báðum mótum og í bæði skiptin undir stjórn Guðmundar (silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010). Þegar kemur að heimsmeistaramótum hefur annað verið uppi á teningnum. Fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi höfðu tveir íslenskir þjálfarar komið liðum sínum upp í fimmta sæti en enginn hafði komið liði sínu í leiki um verðlaun.Dagur kvaddi HM eftir tap gegn Katar.vísir/gettyÞórir sá eini Íslenska landsliðið náði fimmta sætinu undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar á HM í Kumamoto árið 1997 þegar liðið vann sjö af níu leikjum sínum, þar á meðal níu marka sigur á Júgóslövum í riðlinum og níu marka sigur á Spánverjum í leik um sæti. Eina tapið kom á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ekki í síðasta sinn sem íslensk handboltahjörtu brustu við tap fyrir Ungverjum. Guðmundur Guðmundsson náði að jafna árangur Þorbjarnar á HM í Katar fyrir tveimur árum þegar Danir tryggðu sér fimmta sætið með fjögurra marka sigri á Króötum. Danska liðið hafði dottið út úr átta liða úrslitunum eftir eins marks tap á móti Spáni en það var eina tap liðsins á mótinu. Þorbjörn hafði fyrir tæpum tuttugu árum bætt met þeirra Hallsteins Hinrikssonar (6. sæti á HM 1961) og Bogdans Kowalczyk (6. sæti á HM í Sviss 1986) en Þorbjörn Jensson var einmitt fyrirliði íslenska liðsins sem náði sjötta sætinu á HM í Sviss fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Íslenskur handboltaþjálfari hefur þó vissulega stýrt liði til sigurs á heimsmeistaramóti. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar hefur norska kvennalandsliðið orðið heimsmeistari tvisvar sinnum, unnið þrenn verðlaun á heimsmeistaramóti og spilað um verðlaun á þremur af fjórum heimsmeistaramótum undir stjórn Selfyssingsins. Versti árangur hans á heimsmeistaramóti, 5. sæti á HM í Serbíu 2013, er áfram besti árangur íslensks þjálfara á HM karla.Besta gengi íslensks þjálfara í sögu HM karla í handbolta5. sæti Þorbjörn Jensson á HM í Kumamoto 1997 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Katar 20156. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1961 Bogdan Kowalczyk á HM í Sviss 1986 Guðmundur Guðmundsson á HM í Svíþjóð 2011 Kristján Andrésson með Svíþjóð á HM í Frakklandi 20177. sæti Guðmundur Guðmundsson á HM í Portúgal 2003 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Katar 20158. sæti Þorbergur Aðalsteinsson á HM í Svíþjóð 1993 Alfreð Gíslason á HM í Þýskalandi 20079. sæti Karl G. Benediktsson á HM í Tékkóslóvakíu 1964 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Frakklandi 201710. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1958 Bogdan Kowalczyk á HM í Tékkóslóvakíu 1990 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Frakklandi 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. 24. janúar 2017 13:45 Kristján og Svíarnir úr leik eftir tap á móti Frakklandi Kristján Andrésson var síðasti Íslendingurinn sem eftir var á HM í Frakklandi en hann er á heimleið. 24. janúar 2017 19:31 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Kristján Andrésson varð fyrr í þessum mánuði fimmtándi íslenski handboltaþjálfarinn sem stýrir landsliði á heimsmeistaramóti karla í handbolta þegar hann mætti með sænska landsliðið til leiks á móti Barein 13. janúar. Framtíðin er vissulega sænska liðsins en litlu munaði þó á móti Frökkum í átta liða úrslitunum í gærkvöldi þar sem Frakkar höfðu á endanum betur eftir mikinn spennuleik. Undanúrslitin voru innan seilingar og það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá liðinu. Kristján var síðasta íslenska vonin að komast í gegnum HM-múrinn sem hefur reynst íslenskum þjálfurum svo svakalega erfiður. Það er ekki hægt að kvarta yfir byrjun Kristjáns enda vann liðið fyrstu sjö leiki sína undir hans stjórn, fyrst tvo leiki í undankeppni EM í nóvember, þá þrjá undirbúningsleiki fyrir HM í upphafi ársins og loks tvo fyrstu leiki sína á HM. Fyrsta tapið kom í leik á móti Dönum 16. janúar þar sem aðeins stórbrotin markvarsla Niklas Landin kom í veg fyrir sænskan sigur.Guðmundur Guðmundson tapaði í 16 liða úrslitum.vísir/gettyEnginn spilað um verðlaun Danski markvörðurinn varði 23 skot og níu skotum meira en kollegi hans í sænska markinu og Dönum tókst að landa tveggja marka sigri í lokin. Svíar svöruðu þessu tapi með því að vinna næstu þrjá leiki sína með 12,3 mörkum að meðaltali, alla á móti liðum sem fóru í sextán liða úrslit keppninnar. Svíar unnu 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum og mættu svo heimamönnum, Frökkum, í gær. Íslenskir þjálfarar hafa oftar en einu sinni unnið til verðlauna og komið landsliðum í leiki um verðlaun á Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum. Nú síðast í fyrra unnu Þjóðverjar Evrópumeistaratitilinn undir stjórn Dags Sigurðssonar og Danir urðu Ólympíumeistarar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland hefur unnið verðlaun á báðum mótum og í bæði skiptin undir stjórn Guðmundar (silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010). Þegar kemur að heimsmeistaramótum hefur annað verið uppi á teningnum. Fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi höfðu tveir íslenskir þjálfarar komið liðum sínum upp í fimmta sæti en enginn hafði komið liði sínu í leiki um verðlaun.Dagur kvaddi HM eftir tap gegn Katar.vísir/gettyÞórir sá eini Íslenska landsliðið náði fimmta sætinu undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar á HM í Kumamoto árið 1997 þegar liðið vann sjö af níu leikjum sínum, þar á meðal níu marka sigur á Júgóslövum í riðlinum og níu marka sigur á Spánverjum í leik um sæti. Eina tapið kom á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ekki í síðasta sinn sem íslensk handboltahjörtu brustu við tap fyrir Ungverjum. Guðmundur Guðmundsson náði að jafna árangur Þorbjarnar á HM í Katar fyrir tveimur árum þegar Danir tryggðu sér fimmta sætið með fjögurra marka sigri á Króötum. Danska liðið hafði dottið út úr átta liða úrslitunum eftir eins marks tap á móti Spáni en það var eina tap liðsins á mótinu. Þorbjörn hafði fyrir tæpum tuttugu árum bætt met þeirra Hallsteins Hinrikssonar (6. sæti á HM 1961) og Bogdans Kowalczyk (6. sæti á HM í Sviss 1986) en Þorbjörn Jensson var einmitt fyrirliði íslenska liðsins sem náði sjötta sætinu á HM í Sviss fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Íslenskur handboltaþjálfari hefur þó vissulega stýrt liði til sigurs á heimsmeistaramóti. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar hefur norska kvennalandsliðið orðið heimsmeistari tvisvar sinnum, unnið þrenn verðlaun á heimsmeistaramóti og spilað um verðlaun á þremur af fjórum heimsmeistaramótum undir stjórn Selfyssingsins. Versti árangur hans á heimsmeistaramóti, 5. sæti á HM í Serbíu 2013, er áfram besti árangur íslensks þjálfara á HM karla.Besta gengi íslensks þjálfara í sögu HM karla í handbolta5. sæti Þorbjörn Jensson á HM í Kumamoto 1997 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Katar 20156. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1961 Bogdan Kowalczyk á HM í Sviss 1986 Guðmundur Guðmundsson á HM í Svíþjóð 2011 Kristján Andrésson með Svíþjóð á HM í Frakklandi 20177. sæti Guðmundur Guðmundsson á HM í Portúgal 2003 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Katar 20158. sæti Þorbergur Aðalsteinsson á HM í Svíþjóð 1993 Alfreð Gíslason á HM í Þýskalandi 20079. sæti Karl G. Benediktsson á HM í Tékkóslóvakíu 1964 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Frakklandi 201710. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1958 Bogdan Kowalczyk á HM í Tékkóslóvakíu 1990 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Frakklandi 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. 24. janúar 2017 13:45 Kristján og Svíarnir úr leik eftir tap á móti Frakklandi Kristján Andrésson var síðasti Íslendingurinn sem eftir var á HM í Frakklandi en hann er á heimleið. 24. janúar 2017 19:31 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. 24. janúar 2017 13:45
Kristján og Svíarnir úr leik eftir tap á móti Frakklandi Kristján Andrésson var síðasti Íslendingurinn sem eftir var á HM í Frakklandi en hann er á heimleið. 24. janúar 2017 19:31
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn