Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 18:15 Einar Örn Jónsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru samherjar í landsliðinu. vísir/vilhelm Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hefur vakið mikla athygli fyrir róttæka hugmynd sína um að binda endi á landsliðsferla fjögurra lykilmanna íslenska landsliðsins í gegnum tíðina. Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, var spurður út í hugmynd Kristjáns í Akraborginni á X977 í dag og hvort hann væri sammála henni? „Eiginlega bæði og. Mér finnst sjálfsagt að taka umræðuna um að yngja upp landsliðið eða endurnýjun á liðinu. Mér finnst við líka þurfa að passa okkur á að fara ekki of bratt í hlutina,“ sagði Einar. „Kristján er að tala um að skipta út þessum fjórum og fá inn yngri menn, en þetta eru þær fjórar stöður á vellinum þar sem við fengum inn unga menn sem stóðu sig vel á HM. Janus Daði, Ómar Ingi, Arnar Freyr og Bjarki Már Elísson spila þessar stöður sem Kristján er að tala um þannig það er búið að fá inn unga menn í þessar stöður til að vera við hlið þessara eldri og reyndari manna.“ „Hvaða fleiri ungu leikmenn vill hann endilega fá í viðbót við þessa fjóra?“ sagði Einar Örn.graf/fréttablaðiðFjórmenningarnir eru allir komnir yfir þrítugt og Guðjón Valur nálgast fertugsaldurinn en saman hafa þeir farið á ríflega 50 stórmót. Einar Örn sér það ekki sem neitt vandamál. „Það á ekki alltaf að horfa á aldur manna þegar kemur að því að henda út mönnum frekar en þegar þú ert að velja liðið. Arnór Atlason spilaði til dæmis vel á HM. Hann kom inn lemstraður en tók stjórnina í sóknarleiknum. Janusi Daða yrði ekkert endilega gerður greiði með því að henda Arnóri út og hann myndi bara fá þetta upp í hendurnar,“ sagði Einar Örn. „Það er öllum ungum mönnum hollt þegar þeir eru að byrja og taka sín fyrstu skref að hafa einhvern reyndari sér við hlið. Menn eiga ekki endilega að líta á það sem einhverja samkeppni heldur samvinnu hjá þeim báðum [Arnóri og Janusi Daða] að gera Janus Daða að betri leikmanni og framtíðar leikstjórnanda. Þeim hagsmunum væri ekkert betur borgið með því að kasta Arnóri Atlasyni því hann er búinn að spila ákveðið marga leiki og er ákveðið gamall.“ Ungir strákar fengu mínútur á HM í Frakklandi og þeim var leyft að gera mistök. Einar var ánægður með hvernig þeim var ýtt inn í liðið á þessu móti. „Geir hefur sagt það sjálfur að það er ákveðin náttúrleg endurnýjun sem verður að eiga sér stað. Geir er ekkert fylgjandi byltingu þó þetta hafi gengið vel með ungu strákana núna. Við erum komin með mann núna sem getur spilað við hlið Guðjóns Vals sem er eitthvað sem við getum ekki haft. Núna þegar við erum komnir með tvo góða vinstri hornamenn, af hverju eigum við þá að henda Guðjóni Val bara til þess að vera aftur með einn góðan vinstri hornamann?“ sagði Einar Örn Jónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hefur vakið mikla athygli fyrir róttæka hugmynd sína um að binda endi á landsliðsferla fjögurra lykilmanna íslenska landsliðsins í gegnum tíðina. Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, var spurður út í hugmynd Kristjáns í Akraborginni á X977 í dag og hvort hann væri sammála henni? „Eiginlega bæði og. Mér finnst sjálfsagt að taka umræðuna um að yngja upp landsliðið eða endurnýjun á liðinu. Mér finnst við líka þurfa að passa okkur á að fara ekki of bratt í hlutina,“ sagði Einar. „Kristján er að tala um að skipta út þessum fjórum og fá inn yngri menn, en þetta eru þær fjórar stöður á vellinum þar sem við fengum inn unga menn sem stóðu sig vel á HM. Janus Daði, Ómar Ingi, Arnar Freyr og Bjarki Már Elísson spila þessar stöður sem Kristján er að tala um þannig það er búið að fá inn unga menn í þessar stöður til að vera við hlið þessara eldri og reyndari manna.“ „Hvaða fleiri ungu leikmenn vill hann endilega fá í viðbót við þessa fjóra?“ sagði Einar Örn.graf/fréttablaðiðFjórmenningarnir eru allir komnir yfir þrítugt og Guðjón Valur nálgast fertugsaldurinn en saman hafa þeir farið á ríflega 50 stórmót. Einar Örn sér það ekki sem neitt vandamál. „Það á ekki alltaf að horfa á aldur manna þegar kemur að því að henda út mönnum frekar en þegar þú ert að velja liðið. Arnór Atlason spilaði til dæmis vel á HM. Hann kom inn lemstraður en tók stjórnina í sóknarleiknum. Janusi Daða yrði ekkert endilega gerður greiði með því að henda Arnóri út og hann myndi bara fá þetta upp í hendurnar,“ sagði Einar Örn. „Það er öllum ungum mönnum hollt þegar þeir eru að byrja og taka sín fyrstu skref að hafa einhvern reyndari sér við hlið. Menn eiga ekki endilega að líta á það sem einhverja samkeppni heldur samvinnu hjá þeim báðum [Arnóri og Janusi Daða] að gera Janus Daða að betri leikmanni og framtíðar leikstjórnanda. Þeim hagsmunum væri ekkert betur borgið með því að kasta Arnóri Atlasyni því hann er búinn að spila ákveðið marga leiki og er ákveðið gamall.“ Ungir strákar fengu mínútur á HM í Frakklandi og þeim var leyft að gera mistök. Einar var ánægður með hvernig þeim var ýtt inn í liðið á þessu móti. „Geir hefur sagt það sjálfur að það er ákveðin náttúrleg endurnýjun sem verður að eiga sér stað. Geir er ekkert fylgjandi byltingu þó þetta hafi gengið vel með ungu strákana núna. Við erum komin með mann núna sem getur spilað við hlið Guðjóns Vals sem er eitthvað sem við getum ekki haft. Núna þegar við erum komnir með tvo góða vinstri hornamenn, af hverju eigum við þá að henda Guðjóni Val bara til þess að vera aftur með einn góðan vinstri hornamann?“ sagði Einar Örn Jónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00