Selfoss lagði Fylki 30-21 í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Selfoss var 17-10 yfir í hálfleik.
Bæði lið voru með 4 stig í neðstu sætum deildarinnar fyrir leikinn en spennan í leiknum var ekki í samræmi við það.
Eins og tölurnar gefa til kynna var Selfoss mun sterkara liðið í kvöld og vann sanngjarnan sigur. Selfoss því komið með 6 stig og er tveimur stigum á eftir Gróttu í næst neðsta sæti deildarinnar.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór mikinn fyrir Selfoss og skoraði 11 mörk. Carmen Palamariu skoraði 7 og Dijana Radojevic 6.
Christine Rishaug skoraði 9 mörk fyrir Fylki og Hildur Karen Jóhannsdóttir 4.
Selfoss vann öruggan sigur í Árbænum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl
Enski boltinn





Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


