Kaymer kominn í forystu í Abú Dabí Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 13:39 Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld. Golf Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira