Ólafía fær fastar greiðslur og bónus Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2017 08:00 Ólafía Þórunn var á Evrópumótaröðinni í fyrra en fer nú á LPGA. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var í gær kynnt sem nýr merkisberi alþjóðlega fyrirtækisins KPMG á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem hún vann sér sæti á fyrir áramót. Í gær var kynntur nýr styrktarsamningur KMPG á Íslandi við Ólafíu Þórunni en hún mun bera merki fyrirtækisins á derhúfu sinni á mótum héðan í frá. Aðrir merkisberar þessa risafyrirtækis eru ekki ómerkari kylfingar en Stacy Lewis og Phil Michelson. „Það er mér mikill heiður að fá að njóta stuðnings svona virts fyrirtækis eins og KPMG sem hefur stutt dyggilega við kvennagolf undanfarin ár. Ég get ekki beðið eftir að verða þeirra fulltrúi og um leið fulltrúi Íslands þegar ég byrja feril minn á þessari sterkustu mótaröð í heimi,“ segir Ólafía Þórunn. Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi, segir í samtali við Fréttablaðið að styrkurinn sé þannig að Ólafía fái bæði fastar greiðslur og einnig árangurstengdan bónus. Hún fær greiðslu á hverju ári sem hjálpar henni mikið að borga ferðalög og uppihald en peningurinn frá KPMG er þó ekki eyrnamerktur neinu sérstöku. Ólafía ráðstafar honum að vild. Þetta er mikil búbót fyrir þessa framtíðarstjörnu en samningurinn er til þriggja ára. „Við hlökkum mikið til að fylgjast með henni á komandi keppnistímabili og vonum að henni vegni vel, bæði innan golfvallar og utan sem golfmerkisberi KPMG,“ segir Jón S. Helgason. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn merkisberi KPMG Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttur verður merkisberi KPMG á LPGA mótaröðinni samkvæmt nýjum alþjóðlegum stuðningssamningi hennar við endurskoðendarisann hollenska. Ólafía Þórunn mun því vera með logo KPMG framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017. 19. janúar 2017 13:12 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var í gær kynnt sem nýr merkisberi alþjóðlega fyrirtækisins KPMG á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem hún vann sér sæti á fyrir áramót. Í gær var kynntur nýr styrktarsamningur KMPG á Íslandi við Ólafíu Þórunni en hún mun bera merki fyrirtækisins á derhúfu sinni á mótum héðan í frá. Aðrir merkisberar þessa risafyrirtækis eru ekki ómerkari kylfingar en Stacy Lewis og Phil Michelson. „Það er mér mikill heiður að fá að njóta stuðnings svona virts fyrirtækis eins og KPMG sem hefur stutt dyggilega við kvennagolf undanfarin ár. Ég get ekki beðið eftir að verða þeirra fulltrúi og um leið fulltrúi Íslands þegar ég byrja feril minn á þessari sterkustu mótaröð í heimi,“ segir Ólafía Þórunn. Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi, segir í samtali við Fréttablaðið að styrkurinn sé þannig að Ólafía fái bæði fastar greiðslur og einnig árangurstengdan bónus. Hún fær greiðslu á hverju ári sem hjálpar henni mikið að borga ferðalög og uppihald en peningurinn frá KPMG er þó ekki eyrnamerktur neinu sérstöku. Ólafía ráðstafar honum að vild. Þetta er mikil búbót fyrir þessa framtíðarstjörnu en samningurinn er til þriggja ára. „Við hlökkum mikið til að fylgjast með henni á komandi keppnistímabili og vonum að henni vegni vel, bæði innan golfvallar og utan sem golfmerkisberi KPMG,“ segir Jón S. Helgason.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn merkisberi KPMG Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttur verður merkisberi KPMG á LPGA mótaröðinni samkvæmt nýjum alþjóðlegum stuðningssamningi hennar við endurskoðendarisann hollenska. Ólafía Þórunn mun því vera með logo KPMG framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017. 19. janúar 2017 13:12 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn merkisberi KPMG Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttur verður merkisberi KPMG á LPGA mótaröðinni samkvæmt nýjum alþjóðlegum stuðningssamningi hennar við endurskoðendarisann hollenska. Ólafía Þórunn mun því vera með logo KPMG framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017. 19. janúar 2017 13:12