HSÍ svarar Haukum: Ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 20:39 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Stefán Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32
Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24
Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34