Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fór í kvöld af stað á sínu fyrsta móti á LET-mótaröðinni sem er Evrópumótaröð kvenna.
Mótið fer reyndar ekki fram í Evrópu heldur í Ástralíu. Valdís Þóra hóf leik klukkan 20.00 í kvöld en þá var klukkan sjö um morgun í Ástralíu. Hún var í fyrsta ráshóp dagsins.
Valdís Þóra byrjaði á því að fá par á fyrstu fjórar holurnar. Hún fékk svo fugl á fimmtu holu.
Pör komu á sjöttu og sjöundu holu en á þeirri áttundi nældi Valdís sér í annan fugl. Í kjölfarið fylgdu fimm fuglar en Skagakonan er nýbúin með þrettándu holu.
Tveir undir pari er því staðan og vonandi bætir hún stöðu sína enn frekar í nótt.
Hægt er að fylgjast með gengi Valdísar hér.
