„Okkur fannst umræðan hafa verið fremur einsleit og vildum draga fleiri karla inn í hana. Allar raddir þurfa að heyrast. Það var sérstaklega áhugavert að skoða jafnréttismálin út frá ólíkum atvinnugreinum, sem eru augljóslega komnar mislangt,“ segir Edda.
Í bókinni er rætt við yfir þrjátíu valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra, áskoranir og árangur þegar kemur að jafnréttismálum.
„Það er virkilega gaman að sjá hversu mikill áhugi er á þessu málefni og nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja forkeypt bókina fyrir starfsfólk og stjórnendur. Við erum vissulega forystuþjóð þegar kemur að jafnréttismálum. Það þýðir hins vegar ekki að við getum lagt árar í bát því við erum ekki enn komin í land,“ segir Ragnhildur Steinunn.
Forystuþjóð kemur út fimmtudaginn 16. febrúar en hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem birtist á Facebook-síðu bókarinnar.