Garcia lék hringina fjóra á nítján höggum undir pari og hafði betur í baráttunni við Henrik Stenson sem hafnaði í öðru sæti.
Um er að ræða tólfta sigur Garcia á móti á Evrópumótaröðinni en síðast vann hann árið 2014.
Henrik Stenson lék hringina fjóra á sautján höggum undir pari og í þriðja til fjórða sæti voru þeir Lasse Jensen og Tyrell Hatton á fimmtán höggum undir pari.
"It was tough" pic.twitter.com/PhN0JvriBB
— The European Tour (@EuropeanTour) February 5, 2017