Helgi reynir að beisla vinsældir rappsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. febrúar 2017 10:15 Helgi Björns ætlar að vekja upp fyrri vinsældir með hjálp rapptónlistar. Vísir/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins úr heimi dægurtónlistar á Íslandi er söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson nú í óðaönn að vinna að nýrri og uppfærðri útgáfu af lagi SSSólar Toppurinn. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og vafalaust er ákveðinn hópur sem fagnar fregnum um endurkomu sveitarinnar og finnur fyrir mikilli nostalgíu. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins einnig að það gangi erfiðlega að finna unga rappara í lagið – en meðlimir SSSólar hafa gjarnan kallað upprunalegu útgáfuna „fyrsta rapplagið á íslensku“. Hafa víst margir meðlimir rappsenunnar á Íslandi fengið boð og virðist sem margir þeirra hafi hafnað því þar sem engin staðfesting fæst á því hverjir ætla að vera með. Ástæðan kann að vera sú að það er almennt ekki talið gott „lúkk“ fyrir rappara á hátindi ferilsins, en rapp á um þessar mundir miklum vinsældum að fagna, að taka þátt í einhverju sem gæti talist jafn hallærislegt og endurgerð lags sem naut vinsælda fyrir heilum 25 árum. Rapptónlist virkar líka öðruvísi en dægurtónlist og menn almennt ekkert æðislega til í að gera þvinguð lög eins og endurgerðir af gömlum smellum vilja oft verða. Á þessu eru auðvitað undantekningar en það eru þó oftast endurgerðir gerðar út frá forsendum rapparans þar sem boðskapur upprunalegu útgáfunnar er settur í annað samhengi eða snúið á haus. Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins úr heimi dægurtónlistar á Íslandi er söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson nú í óðaönn að vinna að nýrri og uppfærðri útgáfu af lagi SSSólar Toppurinn. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og vafalaust er ákveðinn hópur sem fagnar fregnum um endurkomu sveitarinnar og finnur fyrir mikilli nostalgíu. Hins vegar herma heimildir Fréttablaðsins einnig að það gangi erfiðlega að finna unga rappara í lagið – en meðlimir SSSólar hafa gjarnan kallað upprunalegu útgáfuna „fyrsta rapplagið á íslensku“. Hafa víst margir meðlimir rappsenunnar á Íslandi fengið boð og virðist sem margir þeirra hafi hafnað því þar sem engin staðfesting fæst á því hverjir ætla að vera með. Ástæðan kann að vera sú að það er almennt ekki talið gott „lúkk“ fyrir rappara á hátindi ferilsins, en rapp á um þessar mundir miklum vinsældum að fagna, að taka þátt í einhverju sem gæti talist jafn hallærislegt og endurgerð lags sem naut vinsælda fyrir heilum 25 árum. Rapptónlist virkar líka öðruvísi en dægurtónlist og menn almennt ekkert æðislega til í að gera þvinguð lög eins og endurgerðir af gömlum smellum vilja oft verða. Á þessu eru auðvitað undantekningar en það eru þó oftast endurgerðir gerðar út frá forsendum rapparans þar sem boðskapur upprunalegu útgáfunnar er settur í annað samhengi eða snúið á haus.
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira