Rappveisla í Laugardalshöllinni í sumar - Young Thug kemur til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. febrúar 2017 09:15 Young Thug hefur aldrei verið þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir, hvorki í tónlistarsköpun sinni, klæðaburði né nokkru öðru. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp-„actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co-headliner“, þannig að þeir taka þrjátíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í tilkynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tónleikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP-miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upplýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar. Kronik Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp-„actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co-headliner“, þannig að þeir taka þrjátíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í tilkynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tónleikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP-miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upplýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar.
Kronik Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira