Undanúrslitin hefjast klukkan átta í kvöld en sýnt verður frá þeim á Twitch og einnig er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan. Lýsendur eru þeir Bergur Theódórsson og Atli Stefán Yngvason.
Fyrst munu Lostboys keppa við Einherja, en liðið sem tapar þeirri viðureign mun svo keppa við Team Hafficool um að komast í úrslitaviðureignina.
Úrslitin munu svo ráðast á opnum viðburði á UTMessunni á laugardaginn, sem hefst klukkan 13:00. Þá munu gestir geta mætt í Kaldalón og fylgst með úrslitunum í eigin persónu.