Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut. Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut.
Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08