Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut. Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut.
Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08