Valur fer vel af stað í A-deild Lengjubikars kvenna.
Valskonur gerðu góða ferð á Akureyri og unnu 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum í kvöld.
Mörkin þrjú komu öll á fimm mínútna kafla seint í fyrri hálfleik. Elín Metta Jensen kom Val yfir á 32. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Vesna Elísa Smiljkovic öðru marki við. Á 37. mínútu var röðin svo komin að landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur.
Fleiri urðu mörkin ekki og Valur fagnaði öruggum 0-3 sigri.
Breiðablik vann ÍBV með sömu markatölu í Fífunni.
Hildur Antonsdóttir kom Blikum yfir á 29. mínútu og Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir bættu svo tveimur mörkum við á síðustu sex mínútum leiksins.
Á lokamínútunni fékk Eyjakonan Linda Björk Brynjarsdóttir að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Valur er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 9-3. Breiðablik er í 2. sæti með fjögur stig.
Valur kláraði Þór/KA á fimm mínútum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
