Ólafía: Erfiða hlutanum lokið og nú er bara að njóta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2017 09:37 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin áfram í Ástralíu. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk að upplifa ýmislegt á öðrum keppnisdegi ISPS Handa mótsins í Ástralíu, öðru móti ársins á LPGA-mótaröðinni. Hún var með þeim síðustu til að komast í gegnum niðurskurðinn en gerði það með því að fá fugla á síðustu tveimur holunum. Ólafía gerði sér lítið fyrir og vippaði fyrir fugli á átjándu holu. Par á þeirri holu hefði þýtt að hún hefði ekki komist áfram. „Dagurinn í dag var svolítil áskorun. Það blés svolítið á móti en ég ákvað að hætta aldrei. Alls ekki gefast upp,“ sagði hún í samtali við Vísi eftir hringinn í dag. Sjá einnig: Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin Hún segir að vindurinn hafi verið að stríða henni í Adelaide. „Nokkrum sinnum breyttist hann á meðan ég var að slá og er ekkert sem maður getur gert í því. Þar af leiðandi missti ég af nokkrum flötum,“ segir Ólafía en hún fékk þrjá skolla í röð - á þrettándu, fjórtándu og fimmtándu holu. Var þá útlitið orðið dökkt. „Á síðustu holunum vissi að ég þyrfti að gefa allt,“ sagði Ólafía sem kom sér í púttfæri fyrir erni á sautjándu holu en krækti. Sjá einnig: Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband „Það var sárt, en alveg í takt við hinar krækjurnar á holunum á undan. Á átjándu holu fékk ég svo loksins eitthvað gott til baka,“ sagði hún og vísaði til þess að hún vippaði fyrir fugli, sem tryggði henni áframhaldandi þátttöku. „Nú er erfiða hlutanum lokið og bara eftir að njóta,“ sagði hún enn fremur en Ólafía er með áframhaldandi þátttöku búin að tryggja sér verðlaunafé á sínu öðru móti í röð.Sýnt verður beint frá ISPS Handa-mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 02.00 í nótt. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk að upplifa ýmislegt á öðrum keppnisdegi ISPS Handa mótsins í Ástralíu, öðru móti ársins á LPGA-mótaröðinni. Hún var með þeim síðustu til að komast í gegnum niðurskurðinn en gerði það með því að fá fugla á síðustu tveimur holunum. Ólafía gerði sér lítið fyrir og vippaði fyrir fugli á átjándu holu. Par á þeirri holu hefði þýtt að hún hefði ekki komist áfram. „Dagurinn í dag var svolítil áskorun. Það blés svolítið á móti en ég ákvað að hætta aldrei. Alls ekki gefast upp,“ sagði hún í samtali við Vísi eftir hringinn í dag. Sjá einnig: Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin Hún segir að vindurinn hafi verið að stríða henni í Adelaide. „Nokkrum sinnum breyttist hann á meðan ég var að slá og er ekkert sem maður getur gert í því. Þar af leiðandi missti ég af nokkrum flötum,“ segir Ólafía en hún fékk þrjá skolla í röð - á þrettándu, fjórtándu og fimmtándu holu. Var þá útlitið orðið dökkt. „Á síðustu holunum vissi að ég þyrfti að gefa allt,“ sagði Ólafía sem kom sér í púttfæri fyrir erni á sautjándu holu en krækti. Sjá einnig: Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband „Það var sárt, en alveg í takt við hinar krækjurnar á holunum á undan. Á átjándu holu fékk ég svo loksins eitthvað gott til baka,“ sagði hún og vísaði til þess að hún vippaði fyrir fugli, sem tryggði henni áframhaldandi þátttöku. „Nú er erfiða hlutanum lokið og bara eftir að njóta,“ sagði hún enn fremur en Ólafía er með áframhaldandi þátttöku búin að tryggja sér verðlaunafé á sínu öðru móti í röð.Sýnt verður beint frá ISPS Handa-mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 02.00 í nótt. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira