Kansas með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 10:15 Sveitin á marga aðdáendur hér á landi. Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira