Í Fífunni gerðu bikarmeistarar Breiðabliks og Íslandsmeistarar Stjörnunnar 4-4 jafntefli.
Stjarnan var 0-3 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað þrjú mörk á sex mínútna kafla seint í fyrri hálfleik. Lára Kristín Pedersen, Agla María Albertsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru á skotskónum.
Fanndís Friðriksdóttir gaf Blikum von þegar hún skoraði á 49. mínútu. Þrettán mínútum síðar minnkaði Hildur Antonsdóttir muninn enn frekar.
Guðmunda Brynja skoraði sitt annað mark á 74. mínútu en tveimur mínútum síðar minnkaði Guðrún Gyða Haralz muninn í 3-4. Það var svo Rakel Hönnudóttir sem tryggði bikarmeisturunum stig þegar hún jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok.

Elín Metta kom Val í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 23 mínútum leiksins. Sigríður Lára Garðarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 úr vítaspyrnu en landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir jók muninn aftur í tvö mörk fjórum mínútum síðar. Cloé Lacasse átti síðasta orðið í fyrri hálfleik þegar hún minnkaði muninn í 3-2 á 40. mínútu.
Í seinni hálfleik bætti Elín Metta tveimur mörkum við og Málfríður Anna Eiríksdóttir komst einnig á blað. Eyjakonan Linda Björk Brynjarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins á lokamínútunni.

Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Þór/KA og þær Rut Matthíasdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir og Sandra María Jessen sitt markið hvor. Sú síðarnefnda klúðraði einnig vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik.
Halla Marinósdóttir skoraði mark FH.